Þvílíkt plan!!!
Plan helgarinnar fór nú fyrir lítið! Veðurspáin í Cantal var hræðileg en leit betur út með Sancy fjöllin. Við fórum því þangað og vitiði hvað??? Það er ekkert meira að marka verðurspána í Frakklandi en heima. Á kortinu var sól og hið besta veður, í raunveruleikanum var bara snjókoma, þoka og rok. Þetta reddaðist nú allt saman samt, við vorum með fullt af nesti sem við gæddum okkur á, við fórum í hörku snjókast, við gerðum snjókarl og við fengum okkur jólaglögg á kaffihúsi. Dagurinn var nú samt ekki búinn, við leigðum okkur snjóþrúgur og fórum í göngutúr um skóginn þar sem vindurinn náði ekki til okkar. Þegar við skiluðum snjóþrúgunum var okkur boðin meiri glögg sem við þáðum með þökkum og svo héldum við heim á leið. Í Clermont breyttum við íbúiðinni okkar í skála og borðuðum afganginn af nestinu. Þetta var bara hin ágætasta helgi þó öll plönin hafi farið út um þúfur. Jæja á sunnudeginum ákvaðum við að klifra upp á topp Puy de Dome (enn einu sinni) og þegar við keyrðum af stað frá íbúðinni var sól og fínasta veður (smá vindur samt sem er ekki vanalegt hér) en þegar við vorum komin upp á topp þá var komið hið versta veður, veit ekki hvort hægt sé að kalla það slagveður, held eiginlega ekki, kannski frekar mjög blautur bylur! Jæja þegar heim kom var ekki þurr þráður á mér, ég þurfti að skipta um ALLLLLLLT úfff. Þetta var samt hin ánægulegasta ganga, smá breyting.
Jamm og jæja já svoleiðis fór nú það. Annars er farið að hlýna hér aftur og allur snjór held ég að sé bara að bráðna sem hryggir skíðagarpa hér mjög. Það er búið að opna jólamarkaðinn á torginu og kveikja á jólaljósunum (loksins segi ég en fólk hér er fremur óhresst með þetta, vill engin jólaljós fyrr en 10.-15. des!! svona ykkur að segja þá held ég að skrímslið sem stal jólunum, sem ég man ekki eins og er hvað heitir, hafi verið franskt).