Bergrún
Nú er tvennt í stöðunni! Annað hvort hefur kólnað í helvíti eða þá að ég hef misreiknað mig hér fyrir helgi. Það er búið að snjóa og snjóa og hér er bara "fullt" af snjó! Þetta er hin besta tilbreyting en ég hef því miður ekki getað nýtt mér herlegheitin því ég hef setið við smásjána í skólanum síðustu tvo daga, 10 tíma hvorn dag takk fyrir!
Eiginlega langaði mig nú svolítið mikið til að vera á þorrablótinu á Klaustri í gærkvöldi og fór að skoða þorrablót íslendingafélgasins hér í Frakklandi. Fann ekkert og hafði samband við kunnuga og komst þá að því að Íslendinganýlendan hér er ekki nógu fjölmenn til þess að þorrablót á erlendri grundu borgi sig! Þannig fór nú fyrir þorranum hjá mér þetta árið.
Annars lítið að frétta, hálfgerð gúrkutíð og verður líklega þar til í febrúar þegar fyrsti íslenski farfuglinn lætur sjá sig hér í Clermont.
Undarlegt
Hér hefur snjóað í allan dag en samt er jörðin ekki hvít í borginni. Hlýt að vera mjööög nálægt helvíti, það er eina ástæðan sem ég sé!
Já og svo einn svona illkvittnisbrandari: er að lesa grein eftir mann sem heitir Herbert Huppert!!! Mér finnst þetta alveg bráðfyndið nafn, þakka bara fyrir að heita Bergrún Arna, takk mamma og pabbi ;-)
BRrrrrrrrrrrrrrrrrr
Um leið og það kólnar úti þá verður svo skítkalt hér inni hjá mér brrrrr, ég bara er blá í framan og skjálfandi, held bara að ég sofi í dúnúlpunni minni.
Úff og svo er hlaupadagur á morgun, hlakka til að sjá hvort ég komist lengra en síðast. Fór á þriðjudagsmorguninn áður en þvottavélin "kom heim" og komst þá að því að morgnarnir eru ekki fyrir mig til að hlaupa!! Hélt að ég myndi bara deyja uppi á hæðinni, jæja ég komst nú samt heim og var búin að jafna mig þegar heimsendingarmennirnir komu með vélina, held að hún heiti Þorri, við meðleigjandinn ákváðum að það vantaði karlmann á heimilið hahahahahah
Já fleira var það ekki, nema jú kannski er best að skrifa það hér svona formlega að ég er að fara til Botswana í maí! Búin að kaupa miðana og allt saman, nú er bara eftir að setjast niður og bíða eftir að rétti dagurinn renni upp. Þetta verður sko frábær ferð í alla staði skilst mér!
Já þetta var svona BARA blogg (spurning hversu oft þetta orð kemur fyrir í mínum annars mjög svo merku skrifum)
Átak
Nú er komið að átaki í mínu lífi! Ég er búin að ákveða að kerlingaleikfimin er ekki nóg fyrir mig. Ef ég ætla að lifa af feltið næsta sumar þá er eins gott að vera í smá formi þannig að..... ég fór inn á hlaup.is og fann mér þar æfingaprógram. Nú skal hlaupið!!!
Ég fór fyrsta túrinn í dag, ætlaði mér að byrja bara á 20 mínútna hlaupum en hahahah svakalega var ég bjartsýn, er eiginlega í kasti yfir þessari bjartsýni enn. Engu að síður þá fór ég út að hlaupa í 30 mínútur og ég held að ég hafi nú getað hlaupið í tæpar tuttugu þó ég hafi labbað smá inn á milli svona rétt til þess að reyna að ná andanum. Já og svona mér til afsökunar þá fann ég mér nú ekki besta hlaupahringinn til að byrja á, fór upp í garð sem er hér fyrir ofan hjá mér og það eru sko "brjálaðar" brekkur á leiðinni! Ætla nú samt að reyna að halda áfram að hlaupa þangað því maður hefur gott af því að hlaupa upp brekkur!
Jæja svo er nú gott að eiga garð til að teygja á eftir sprettinn!! Nú er bara að sjá hvað ég held út lengi, ég skal bara koma þessu inn í rútínu. Já og svo er einnig á áætluninni að kaupa mér sundbol svo ég komist í sund í hádeginu eins og 3 daga í viku. Manni líður bara svo miklu betur í skrokknum þegar maður hreyfir sig reglulega. Já já jahá
Þar sem þvottavélin er bráðum í höfn þá er núna komið að "mission kaupa góða dýnu" sem einnig er liður í því að láta sér líða betur í líkamanum (vá aldurinn virðist vera að herja e-ð á mig þessa dagana þar sem ég þarf að standa í þessu stappi til þess að vera ekki með verki í öxlum, baki og haus alla daga). Fann eina á laugardaginn sem mér leist bara vel á en ég kom henni ekki með mér heim í strætó þannig að ég verð bara að bíða betri tíma, hlýt að finna e-n sem nennir að bruna með mér fljótlega!
Jæja nóg af sunnudagsfréttum, ég ætla að fara að fá mér að borða
Ps. það er svooooo gott veður hér, svo dásamlegt að hafa bláan himinn, svala í lofti og nóg af sól. Ahhhhhhh
Hallóooooooo
ÉG fór áðan og keypti mér TATARRAAA: ÞVOTTAVÉL
Tekið við hamingjuóskum um öll lönd, hún kemur á þriðjudaginn og þá geri ég ráð fyrir að ég komist að því að hún passar ekki inn í þetta hús, það hlýtur að verða e-ð vesen. Svoleiðis bara er það með mig og yfirhöfuð öll tæki. Ég hlakka nú bara samt til
Fleira var að ekki í þetta sinnið
Get nú samt látið vita að það eru stór plön í gangi, alls konar ferðalög, það fyrsta skíðaferð í febrúar!!!! Ohhhh það getur verið svo gaman að búa í útlöndum
Hæ hæ hæ
Nú er ég komin aftur "heim", enn einu sinni orðin rugluð í þessu hugtaki og veit ekkert hvar "heima" er. Jæja ætli það kannist ekki allir við þetta. Bara stutt núna til að láta vita af mér. Ég er sem sé búin að vera heima á Íslandi í tæpan mánuð og hef setið sveitt við að skrifa styrksumsóknir, gerði í rauninni lítið annað og á flest það sem ég ætlaði mér að klára eftir ógert. tókst nú samt að hitta fullt af fólki sem er nú auðvitað miklu mikilvægara en dauðir hlutir, tókst nú samt alls ekki að hitta alla sem ég hafði hugsað mér að heilsa uppá, svona bara er þetta alltaf. Segi bara: "Allir velkomnir í heimsókn hingað til mín!"
Nú er ég sem sé mætt í frönsku KÖLDU íbúðina og ohhhh hvað ég sakna þess að geta ekki búið í vel kynntu húsi!
Læt þetta nægja í kvöld, verð að fara að halla mér, er e-ð þreytt eftir þetta ferðalag.