Hæ hæ hæ
Nú er ég komin aftur "heim", enn einu sinni orðin rugluð í þessu hugtaki og veit ekkert hvar "heima" er. Jæja ætli það kannist ekki allir við þetta. Bara stutt núna til að láta vita af mér. Ég er sem sé búin að vera heima á Íslandi í tæpan mánuð og hef setið sveitt við að skrifa styrksumsóknir, gerði í rauninni lítið annað og á flest það sem ég ætlaði mér að klára eftir ógert. tókst nú samt að hitta fullt af fólki sem er nú auðvitað miklu mikilvægara en dauðir hlutir, tókst nú samt alls ekki að hitta alla sem ég hafði hugsað mér að heilsa uppá, svona bara er þetta alltaf. Segi bara: "Allir velkomnir í heimsókn hingað til mín!"
Nú er ég sem sé mætt í frönsku KÖLDU íbúðina og ohhhh hvað ég sakna þess að geta ekki búið í vel kynntu húsi!
Læt þetta nægja í kvöld, verð að fara að halla mér, er e-ð þreytt eftir þetta ferðalag.