Nú er tvennt í stöðunni! Annað hvort hefur kólnað í helvíti eða þá að ég hef misreiknað mig hér fyrir helgi. Það er búið að snjóa og snjóa og hér er bara "fullt" af snjó! Þetta er hin besta tilbreyting en ég hef því miður ekki getað nýtt mér herlegheitin því ég hef setið við smásjána í skólanum síðustu tvo daga, 10 tíma hvorn dag takk fyrir!
Eiginlega langaði mig nú svolítið mikið til að vera á þorrablótinu á Klaustri í gærkvöldi og fór að skoða þorrablót íslendingafélgasins hér í Frakklandi. Fann ekkert og hafði samband við kunnuga og komst þá að því að Íslendinganýlendan hér er ekki nógu fjölmenn til þess að þorrablót á erlendri grundu borgi sig! Þannig fór nú fyrir þorranum hjá mér þetta árið.
Annars lítið að frétta, hálfgerð gúrkutíð og verður líklega þar til í febrúar þegar fyrsti íslenski farfuglinn lætur sjá sig hér í Clermont.