Bergrún
Halló
Nú hefur lítið á daga mína drifið. Ég komst nú samt í smá göngutúr hér um fjalllendi í nágrenninu á sunnudaginn og vá hvað það var yndislegt. Við vorum tvær og ég verð nú að segja að við erum ekkert voðalega efnilegar að ganga eftir korti. Við vorum búnar að beigja hingað og þangað og héldum að við vissum nákvæmleg hvar við værum en svo kom á daginn að e-n veginn höfðum við farið í þveröfuga átt!!! Við fundum nú bílinn samt á endanum og ég held að það sé bara korið sem er ónákvæmt, hef ekki nokkra trú á að það hafi verið okkar sök hvernig fór, bara okkur að þakka að við fundum bílinn :-)
Nú er komið plan fyrir fyrstu helgina heima í sumar! Stefnan tekin á toppinn og ekkert annað. Hvannadalshnúkur here I come. Þetta er frábært þykir mér því nú verð ég að halda hlaupaplanið, get ekki farið að svíkjast um því ekki vil ég þurfa að snúa við á miðri leið vegna örmögnunar!!!
Annars lagði ég inn umsókn í Rannsóknarnámssjóð í dag eða gær, nú er bara að krossa fingur og vona það besta.
Jæja farin að skoða fréttirnar
Eg er ekki farin yfirum
Hafið engar áhyggjur, það er bara gaman að greina sýnin mín, tækið gengur eins og klukka og lífið brosir við mér. Held að ég hafi verið farin að kvarta einum of mikið hér.
Stormurinn er genginn hjá
Bergrún (sem einhverra hluta vegna svaf ekki sem best í nótt, vaknaði takk fyrir á klukkutíma fresti bara til þess að verða örugglega ekki of sein í tækið, það er nú eitthvað meira en lítið skrítið þegar ég sef ekki eins og ungabarn)
Jæja ég er nú aðeins farin að róast en úfffff það var líklega ekki að ástæðulausu að það var e-r beigur í mér fyrir þessa örgreinistörn.
Byrjaði í morgun á fullu og gekk vel fram eftir degi eða þar til straumgjafinn (current) dó. Örgreinismaðurinn kom og kippti þessu í lag og allt var gott og blessað. Svo fór hann í sitt helgarfrí (ef svo má kalla það, hann þarf að mæta aftur á morgun til að koma mér í gang). Jæja jæja ég hélt áfram þar til....plúffff ekkert virkaði. Ég hljóp eins og hauslaus hani um alla stofnun til að finna hjálp en engin fannst. Brá þá á það ráð að hringja í manninn og hann leiðbeindi mér um huliðsheima tækisins og við komumst að því að ég gæti bara ekki haldið áfram.
Afrek dagsins: 2 sneiðar af 7 lokið. Það verður gaman á morgun ha!!!!!!!!!!
Eins gott að sofa vel í nótt svo ég geti unnið í 24 tíma.
Enn og aftur: ALLT FYRIR VÍSINDIN
Spennandi helgi framundan!!!
Í dag og á morgun fæ ég að greina og greina og greina sýnin mín í örgreininum. Líklega um 14 tímar hvorn dag. Já, svakalega spennandi. Þetta er nú bara liður í því sem ég geri, og gaman að sjá niðurstöðurnar svo ég er ekkert að kvarta, bara kvaka smá svona :-)
Það er steindasýning hér í borg um helgina og ég held að ég reyni að kíkja þangað á sunnudaginn, er víst árlegt og rosalega flottir steinar og steindir. Alltaf gaman að sjá svoleiðis þó vissulega væri skemmtilegra að finna þetta sjálfur (tel samt lítlar líkur á því að finna t.d. risa ametist hér í nágrenninu).
Hvað er annars í fréttum hjá mér? Bara svo til ekkert, lífið er fallið í sinn vanalega farveg, sofa, borða, vinna, sofa, borða, vinna. Álíka spennandi og helgin sem framundan er. En það styttist í tilbreytingu, fer kannski til Parísar í kringum 18. mars og ef ég ákveð að gera það þá flýti ég etv. för til Toulouse og svo auðvitað styttist óðum í að ég verði hugsanleg ljónasteik!! Annars hef ég litlar áhyggjur af því þar sem einn ferðafélaginn er þegar búinn að láta vita að hann ætli að fórna sér fyrir samferðamennina :-) ekki amalegt að hafa svona ferðafélaga!
Halló
Það er nú ekki hægt að láta hina leiðinlegu byrjun á síðasta pistli blasa við ykkur öllu lengur.
Ég hef nú ekkert nýtt að segja svo sem nema þá að mér sýnist á öllu að ég sé bara steinhætt að elda (eins og þetta leit nú vel út hjá mér á tímabili) og farin að borða á veitingastöðum! Síðustu 3 vikurnar held ég að ég sé búin að fara 6 sinnum út að borða! kannski er það ekkert voðalega há tala, mun lægri en mér virtist. Ég er greinilega ekki vön því að borða svona á veitingastöðum!!
Jæja fleira var það nú ekki í þetta sinnið
Hafið það gott
Þá er ein leiðinlegasta helgi ævi minnar á enda! Það er nú gjörsamlega mér að kenna hvað hún var leiðinleg en ég bara nennti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Sat heima hjá mér í hálfgerðri fýlu alla helgina. En það var svo sem ágætt, nú er ég tilbúin til að taka á móti nýrri viku með "sól í hjarta og söng á vörum". vá hvað ég er orðin skáldleg!
Annars held ég að vorið sé á næsta leiti hér í Clermont, það er orðið hlýtt (hlýrra) og sólin er farin að kitla mann í nefið, það er komið meira af fuglum og maður heyrir fuglasöng oftar, trén eru komin með brum og þetta bendir allt til þess að vorið sé að koma. Ég vona að það komi fljótt og verði gott, ef farin að þrá gott veður og göngutúra. Verst að vera öðrum háður til að komast í burtu, er sko 150% ákveðin í að vera ekki annan vetur hér bíllaus.
Annars hef ég fullt til að hlakka til, er búin að skipuleggja ferð til Toulouse í mars og svo auðvitað Botswana í maí. Og ekki er það nú síðra að vera á Íslandi í alllllllt sumar, ohh það verður gaman, vona að Siggilitlislyddujeppi þjóni mér jafn vel (og jafnvel betur) sumarið 2006 og síðast liðið sumar.
og Systa ef þú lest þetta þá hef ég ekki enn fundið "áfyllinguna" sorry
Fékk samt svör á einu verkstæðinu að ég ætti að geta fundið út úr þessu á einum stað hér en hann er ekki í göngufæri svo ég hef ekki komist þangað enn.
Þá eru harðsperrurnar aðeins farnar að minnka. Get orðið staðið upp án mikilla kvala:-)
En.... ég er að komast að því að þetta flug mitt hefur snert fleiri skanka en ég hélt áður. Fór að finna til í nefinu í gær! Það er nú svo sem alls ekkert undarlegt þar sem það sá (öööörpínulítið) á auga og vörum. Það hefði því verið mjög svo undarlegt að jafn myndarlegt nef og ég fylgi alla daga hefði ekki aðeins snert snjóinn!!!
Annars held ég að ég væri líka alveg til í að heimsækja sjúkraþjálfa hér í Francelandi í næstu framtíð, læt framtíðina leiða það í ljós.
Lítið í fréttum, vona að vorið sé á næsta leiti, geri nú samt ekki alveg ráð fyrir því. Og svo er ég að reyna að taka ákvörðun um Parísarferð á föstudag, get ekki ákveðið hvort ég kemst eða ekki. Fremur erfitt.
Jæja gott fólk
Ég geri ráð fyrir að þið bíðið öll spennt eftir fréttum. Er það ekki rétt hjá mér?
Jæja ferðin fór vel af stað, við náðum lestinni, vorum á góðum tíma og fengum sæti og allt!!! Jæja komumst í næturgistingu og fengum raclette ost að borða. Ofsalega gott allt saman. Fórum svo af stað kl. 7 á laugardagsmorgninum og komumst á réttum tíma í næturstað en þar þurftum við að vera fyrir kl. 10 til þess að pöntunin væri tekin gild.
Gott og vel, fórum og keyptum okkur dagspassa í lyfturnar og aldrei þessu vant tók ég tryggingu sem kostaði e-ð smotterí. Jamm hvers vegna skyldi stelpan vera að taka þetta fram???
Jæja svo kom að því að renna sér. Ég var sú eina sem var á snjóbretti, allir hinir á skíðum og nota bene allir hinir þrælvanir. Ég sagði fólkinu nú bara að skemmta sér og renna sér niður brekkurnar, þau myndu bara ná mér seinna (þ.e. þegar þau væru búin að "hringa mig" eins og sagt er í hlaupabransanum). Jæja mér gekk bara ljómandi vel og þau biðu nú aðeins eftir mér en þegar við komum að fyrstu "toglyftunni" þá sagði ég þeim að ég kæmist ekki upp. Þau trúðu mér ekki svo ég sagði við þau að þau skildu bara sjá! Svo stakkst ég á bólakaf í snjóinn og allir hlóu dátt! Mér hefur sem sé ekki tekist að komast upp með svona lyftu enn!!
Jæja ég hélt ótrauð áfram og var sko komin með rosaflotta takta. Einum og góða. Ég veit ekki hvað kom fyrir en ég flaug á hausinn og svo rosalega að ég held að ég hljóti að hafa rotast eitt augnablik. Þegar ég rankaði við mér, sem var nú mjög fljótlega eftir að ég lenti, hringsnérist allt saman, mér var flökurt og ég gat bara varla hreyft mig. Þarna sat ég í smá tíma þar til ég safnaði hugrekki til að koma mér af miðri brautinni. Krakkarnir komu svo og björguðu mér, settu skíði í kross og ég fékk far niður með hálskraga og í e-m sleða, var svo kyrfilega bundin að ég gat ekki einu sinni hreyft litlu tána. Svo bara fékk ég far í sjúkarbíl og sírenurnar voru settar á og bara allur heili pakkinn!!
Það er nú annars allt í lagi með mig, ég er bara með harðsperrur um allt og svolítið skaddað stolt! Hélt samt áfram í gær, bara miklu hægar og þá voru sko engir taktar, held að það hafi verði hryggðarmynd að sjá til mín á brettinu í gær.
Jæja svona fór það, það fór nú aldrei svo að ég væri ekki sú eina í skíðaferðinni sem fékk að prófa annað farartæki. ;-)
Helgarferð
Jamm ég er að fara í ferðalag! Fer núna rétt á eftir hlaupandi heim (já hvað er þetta viljið þið ekki smáatriði?) og pakka niður öllum útifötunum mínum og svefnpoka! Hleyp svo á næsta áfangastað, lestarstöðina hér í Clermont. Hoppa svo úr lesinni í Lyon og fæ þar gistingu í eina nótt áður en ævintýrið heldur áfram. Á morgun geri ég svo ráð fyrir að fara snemma á fætur og bruna til Flaine í frönsku ölpunum!! Jamm stúlkan ætlar á skíði :-)
Ég er sem sé að fara heila helgi á skíði í Ölpunum. Þetta finns mér alveg óstjórnlega skondið því hingað til hafa mér nú fundist Bláfjöllin nógu brött. Ég er eiginlega farin að fá svona blandaðan kvíða og tilhlökkuanrsting en til að draga úr kvíðanum hef ég fyrir löngu ákveðið að stíga ekki einum fæti á skíði heldur binda báðar lappir á einu og sömu spítuna og bruna niður á snjóbretti. Þá er í það minnsta víst að búkurinn rifnar ekki í sundur þegar hægri hliðin tekur stefnuna í vestur og sú vinstri í austur.
Jæja þetta verður bara gaman, ég vona bara að það fari ekki fyrir mér eins og hér um árið þegar ég var sú eina í hópnum sem komst ekki upp með lyftunni og það þurfti að senda snjósleða til að bjarga mér!!! Tja það var nú samt bara gaman að fara á snjósleða, var líklega ein af fáum sem fengu að prófa það þennan daginn!
Hafið það gott um helgin kæru vinir
Sæl verið þið
Sunnudagurinn, fyrsti dagur í örgreinisfrelsi, var svona dagur þar sem ég gerði allt annað en ég ætlaði mér að gera. Ágætis dagur engu að síður og ég kom íbúðinni í toppstand, þreif hátt og lágt svo nú get ég speglað mig í hverjum einasta krana í íbúðinni og jafnvel í klósettinu líka! Meðleigjandinn horfði á mig með undurn í augum þegar ég pússaði kranana, ég varð nú bara að útskýra að hún þyrfti engar áhyggjur að hafa, þetta væru gamlir hóteltaktar. Þá róaðist hún aðeins. Annars er það alveg ótrúlegt hvað frönsk hús eru skítug, sama þótt ég hafi aðeins reynt að strjúka skítinn í burtu svona smátt og smátt síðan í október þegar ég flutti inn þá er bara drulllllllllu skítugt um allt. Og..... Frakkarnir virðast ekki sjá þetta!! Kannski má bara telja það hæfileika.
Jæja svona var nú sunnudagurinn, hann endaði í bíó. Fór að sjá mynd sem heitir The Constant Gardener eða e-ð slíkt, fjallar um ólöglegar lyfjaprófanir í Afríku, mæli með þessari mynd.
Jæja farin að snúa mér að "merkari" skrifum en bloggskrifum
Svona for um sjoferd ta!
Mer lidur eins og eg se vid tad ad odlast frelsi a ny og tad er nu dasamleg tilfinning. eg hef setid i skolanum vid orgreininn sidan a tridjudag 12 til 14 tima a dag og uffff hvad eg hlakka til ad fara heim i kvold og turfa ekki ad vakna a morgun til ad horfa a tessi korn min meira i bili. eg se ekkert nema korn tegar eg loka augunum og ef eg se e d form i umhverfinu ta se eg tad sem akvedna gerd af korni!! tetta er natturulega ekki edlilegt. en nuna eftir tvo tima geng eg hedan ut frjals manneskja eda tvi sem naest, held afram a midvikudaginn!
Nog um tad, eg vona ad allir hafi tad gott og seu bunir ad jafna sig a vonbrigdum sidustu daga (tratt fyrir ad strakarnir okkar hafi nu samt stadid sig med stakri pridi)
farin ad gefa biomida!!!! sorglegt ad eiga frian biomida og verda ad gefa hann en svona er vist lifi, allt fyrir visindin ;_)
Ohhhh eg er svo sar yfir ad geta ekki fylgst med EM i handbolta! eg er alveg ad farast ur spenningi her ein i skolanum yfir orgreininum og ma ekki hlusta a utvarpid a netinu her, algjort svindl.
eg kiki bara a mbl a tveggja minutna fresti
Vona tad besta
AFRAM ISLAND