Þá er ein leiðinlegasta helgi ævi minnar á enda! Það er nú gjörsamlega mér að kenna hvað hún var leiðinleg en ég bara nennti ekki að gera nokkurn skapaðan hlut. Sat heima hjá mér í hálfgerðri fýlu alla helgina. En það var svo sem ágætt, nú er ég tilbúin til að taka á móti nýrri viku með "sól í hjarta og söng á vörum". vá hvað ég er orðin skáldleg!
Annars held ég að vorið sé á næsta leiti hér í Clermont, það er orðið hlýtt (hlýrra) og sólin er farin að kitla mann í nefið, það er komið meira af fuglum og maður heyrir fuglasöng oftar, trén eru komin með brum og þetta bendir allt til þess að vorið sé að koma. Ég vona að það komi fljótt og verði gott, ef farin að þrá gott veður og göngutúra. Verst að vera öðrum háður til að komast í burtu, er sko 150% ákveðin í að vera ekki annan vetur hér bíllaus.
Annars hef ég fullt til að hlakka til, er búin að skipuleggja ferð til Toulouse í mars og svo auðvitað Botswana í maí. Og ekki er það nú síðra að vera á Íslandi í alllllllt sumar, ohh það verður gaman, vona að Siggilitlislyddujeppi þjóni mér jafn vel (og jafnvel betur) sumarið 2006 og síðast liðið sumar.
og Systa ef þú lest þetta þá hef ég ekki enn fundið "áfyllinguna" sorry
Fékk samt svör á einu verkstæðinu að ég ætti að geta fundið út úr þessu á einum stað hér en hann er ekki í göngufæri svo ég hef ekki komist þangað enn.