Helgarferð
Jamm ég er að fara í ferðalag! Fer núna rétt á eftir hlaupandi heim (já hvað er þetta viljið þið ekki smáatriði?) og pakka niður öllum útifötunum mínum og svefnpoka! Hleyp svo á næsta áfangastað, lestarstöðina hér í Clermont. Hoppa svo úr lesinni í Lyon og fæ þar gistingu í eina nótt áður en ævintýrið heldur áfram. Á morgun geri ég svo ráð fyrir að fara snemma á fætur og bruna til Flaine í frönsku ölpunum!! Jamm stúlkan ætlar á skíði :-)
Ég er sem sé að fara heila helgi á skíði í Ölpunum. Þetta finns mér alveg óstjórnlega skondið því hingað til hafa mér nú fundist Bláfjöllin nógu brött. Ég er eiginlega farin að fá svona blandaðan kvíða og tilhlökkuanrsting en til að draga úr kvíðanum hef ég fyrir löngu ákveðið að stíga ekki einum fæti á skíði heldur binda báðar lappir á einu og sömu spítuna og bruna niður á snjóbretti. Þá er í það minnsta víst að búkurinn rifnar ekki í sundur þegar hægri hliðin tekur stefnuna í vestur og sú vinstri í austur.
Jæja þetta verður bara gaman, ég vona bara að það fari ekki fyrir mér eins og hér um árið þegar ég var sú eina í hópnum sem komst ekki upp með lyftunni og það þurfti að senda snjósleða til að bjarga mér!!! Tja það var nú samt bara gaman að fara á snjósleða, var líklega ein af fáum sem fengu að prófa það þennan daginn!
Hafið það gott um helgin kæru vinir