Jæja gott fólk
Ég geri ráð fyrir að þið bíðið öll spennt eftir fréttum. Er það ekki rétt hjá mér?
Jæja ferðin fór vel af stað, við náðum lestinni, vorum á góðum tíma og fengum sæti og allt!!! Jæja komumst í næturgistingu og fengum raclette ost að borða. Ofsalega gott allt saman. Fórum svo af stað kl. 7 á laugardagsmorgninum og komumst á réttum tíma í næturstað en þar þurftum við að vera fyrir kl. 10 til þess að pöntunin væri tekin gild.
Gott og vel, fórum og keyptum okkur dagspassa í lyfturnar og aldrei þessu vant tók ég tryggingu sem kostaði e-ð smotterí. Jamm hvers vegna skyldi stelpan vera að taka þetta fram???
Jæja svo kom að því að renna sér. Ég var sú eina sem var á snjóbretti, allir hinir á skíðum og nota bene allir hinir þrælvanir. Ég sagði fólkinu nú bara að skemmta sér og renna sér niður brekkurnar, þau myndu bara ná mér seinna (þ.e. þegar þau væru búin að "hringa mig" eins og sagt er í hlaupabransanum). Jæja mér gekk bara ljómandi vel og þau biðu nú aðeins eftir mér en þegar við komum að fyrstu "toglyftunni" þá sagði ég þeim að ég kæmist ekki upp. Þau trúðu mér ekki svo ég sagði við þau að þau skildu bara sjá! Svo stakkst ég á bólakaf í snjóinn og allir hlóu dátt! Mér hefur sem sé ekki tekist að komast upp með svona lyftu enn!!
Jæja ég hélt ótrauð áfram og var sko komin með rosaflotta takta. Einum og góða. Ég veit ekki hvað kom fyrir en ég flaug á hausinn og svo rosalega að ég held að ég hljóti að hafa rotast eitt augnablik. Þegar ég rankaði við mér, sem var nú mjög fljótlega eftir að ég lenti, hringsnérist allt saman, mér var flökurt og ég gat bara varla hreyft mig. Þarna sat ég í smá tíma þar til ég safnaði hugrekki til að koma mér af miðri brautinni. Krakkarnir komu svo og björguðu mér, settu skíði í kross og ég fékk far niður með hálskraga og í e-m sleða, var svo kyrfilega bundin að ég gat ekki einu sinni hreyft litlu tána. Svo bara fékk ég far í sjúkarbíl og sírenurnar voru settar á og bara allur heili pakkinn!!
Það er nú annars allt í lagi með mig, ég er bara með harðsperrur um allt og svolítið skaddað stolt! Hélt samt áfram í gær, bara miklu hægar og þá voru sko engir taktar, held að það hafi verði hryggðarmynd að sjá til mín á brettinu í gær.
Jæja svona fór það, það fór nú aldrei svo að ég væri ekki sú eina í skíðaferðinni sem fékk að prófa annað farartæki. ;-)