Spennandi helgi framundan!!!
Í dag og á morgun fæ ég að greina og greina og greina sýnin mín í örgreininum. Líklega um 14 tímar hvorn dag. Já, svakalega spennandi. Þetta er nú bara liður í því sem ég geri, og gaman að sjá niðurstöðurnar svo ég er ekkert að kvarta, bara kvaka smá svona :-)
Það er steindasýning hér í borg um helgina og ég held að ég reyni að kíkja þangað á sunnudaginn, er víst árlegt og rosalega flottir steinar og steindir. Alltaf gaman að sjá svoleiðis þó vissulega væri skemmtilegra að finna þetta sjálfur (tel samt lítlar líkur á því að finna t.d. risa ametist hér í nágrenninu).
Hvað er annars í fréttum hjá mér? Bara svo til ekkert, lífið er fallið í sinn vanalega farveg, sofa, borða, vinna, sofa, borða, vinna. Álíka spennandi og helgin sem framundan er. En það styttist í tilbreytingu, fer kannski til Parísar í kringum 18. mars og ef ég ákveð að gera það þá flýti ég etv. för til Toulouse og svo auðvitað styttist óðum í að ég verði hugsanleg ljónasteik!! Annars hef ég litlar áhyggjur af því þar sem einn ferðafélaginn er þegar búinn að láta vita að hann ætli að fórna sér fyrir samferðamennina :-) ekki amalegt að hafa svona ferðafélaga!