ÆÆÆÆÆÆÆÆÆÆ
Anda inn, anda út, anda inn, anda út!!
Hjálpi mér hver sem getur, það kom Regína inn í herbergið mitt og tók beint strik undir rúmið!!!
Ég verð hreinlega að sigrast á þessum ótta mínum. Þar sem ég var ein heima ákvað ég að láta hana ekki komast upp með svona lagað, rauk og sótti ryksuguna og náði henni með þessu undratæki. Verst þykir mér samt að hún er lifandi í ryksugunni.
Ég er búin að færa rúmið mitt frá öllum veggjum og pabbi, við skulum ekkert tala um að þessar elskur sæki í hita, það eru bara íslenskar Regínur sem gera slíkt! Annars ætti ég kannski að fara að fá mér "kuldapoka" og raða umhverfis rúmið.
Og í þessum töluðu orðum er ég að fatta eitt!!! Íbúðin er beint fyrir ofan kjallarann sem er fullur af köngulóavef! Þær koma áreiðanlega bara upp í gegnum gólfið!! Jakkkk, ojj bara hvers vegna fattaði ég þetta?
Ég ætla að fara í súpermarkað og svo ætla ég að skúra gólfið upp úr skordýraeitri.
Og þið sem eruð hneyksluð á þessari Regínufóbíu minni eruð velkomin hingað til að tína þær héðan út!
Farin í hugleiðslu og allsherja róun, anda inn, anda út, anda inn, anda út, hugsa um skordýralaust Ísland og Norðurpólinn, ég svíf héðan úr Regínuríki og inn í skrímslalausa heima.