Eitthvað hef ég minnst á það að fuglaflensunni sé tekið hér af stóískri ró. Það var víst bara meiriháttar misskilningur. Nú eru kattaeigendur farnir að panika. Dýraverndunarsamtök hvetja fólk til að hafa kettina í bandi og hafa auga með þeim, auk þess að berja á því að fólk þarf ekki að losa sig við kettina sína!
Það eru komin svona tveir fyrir einn tilboð á kjúklingum um allt og ráðherrarnir borða fuglakjöt í beinni útsendingu á hvaða tíma sólahringsins sem er.
Brandari á að horfa.
Svo gekk ég í gegnum garðinn hér í borg í morgun og þar er búið að taka vatnið úr tjörnunum og girða þær kyrfilega af. Vona að fuglarnir sem svömluðu þarna séu bara komnir í hús!
Já fuglaflensan er víst komin rækilega til Frakklands, meira að segja hingað til Clermont þar sem allt er vanalega með kyrrum kjörum (nei það hefur ekki enn greinst tilfelli hér)