Það hefur lítið drifið á daga mína síðan síðast. Ég fór að vísu á veitingahús á laugardaginn og borðaði svo mikið þar í hádeginu að ég kom hvorki niður votu né þurru þar til daginn eftir.
Svo kom nú að því að fullt af fólki vildi fara að viðra sig þar sem verðirð var gott en ég .... manneskjan sem geri ekki annað en væla yfir því hvað fólk er ekki motivated til að viðra sig... varð að afþakka 2 boð. Þurfti að fara á sunnudeginum til þess að undirbúa örgreinisdag í vikunni, sem nota bene er á morgun úffffffff.
Jæja þetta er nú ekki ástæða þess að ég settist við tölvuna í kvöld. Ég hef nefninlega smá sögu að segja ykkur. Ég fór í leikfimi í kvöld, er loksins búin að finna e-ð annað en ömmuleikfimi. Þetta er svona staður þar sem er body combat, body pumping, body balance.... tja allt þetta skemmtilega dót. Ég var súper ánægð og sprikaða af mikilli innlifun. Já ég er nú ekki vön því að fara í body combat en þar sem sá tími var í boði þegar mig bar að dyrum ákvað ég að láta mig hafa það, ég get jú alveg hlegið að sjálfri mér þegar ég reyni að hoppa og sparka og kýla í takt við hina! Jæja þetta er nú svo sem ekki í frásögu færandi nema hvað mér tókst í allri innlifuninni að gefa sjálfri mér svo rækilega á 'ann að það sér á mér!! Sem betur fer sá enginn til mín þegar ég gerði þetta og sem betur fer er ég ekki komin með nógu mikla "kýltækni" til að rota manneskur! ég samt hentist aftur á bak við höggið frá sjálfri mér og svo skellti ég upp úr en reyndi að gera lítið úr því þar sem enginn sýndi nein viðbrögð. Jæja þetta var nú sögu kornið mitt í kvöld, hvernig er það með ykkur, hefur ykkur tekist að gefa sjálfum ykkur á 'ann svona algjörlega að óvöru?