Hin besta helgi að baki
Föstudagur: veitingastaður í enskumælandi vinahópi. Ágætis tilbreyting
Laugardagur: rölt um búðir bæjarins í að ég held alíslensku roki og sól (hlakka til íslenska sumarsins). Kvöldinu varið í frönskumælandi vinahópi á bretonskum bar þar sem barþjóninn talar víkingamál og spilar færeyska tónlist. Ég varð strax vinkona hans þegar hann komst að því að hreimurinn minn var íslenskur en ekki þýskur.
Sunnudagur: rölt um Royat, nágrannabæ (eins og Kópavogur kannski) sem er miklu fallegri en Clermont. Deginum varið í þýskumælandi hópi (ég gat nú lítið sagt nema ja ja og na clar, echt og svona).
Svei mér ég veit ekki hvað hefur orðið um fróðleikinn sem ég tróð í höfðustykkið fyrir fjöldamörgum árum. Trúi því ekki að ég hafi virkilega lært þýsku í 4 ár!!!!