Bergrún
þriðjudagur, apríl 25, 2006
 
Sæl verið þið
Ég tóri enn þrátt fyrir að ég sé á mörkum taugaáfalls hér af óviðráðanlegum ástæðum (nei ég hef aldrei verið þekkt fyrir að gera meira úr aðstæðum en þörf er á :-))

Nú loksins er vorið komið, öll tré urðu græn á þremur dögum og hitastigið orðið vel viðunanlegt bæði utan og innan dyra.

Það styttist óðum í ævintýraförina miklu en ég legg í 'ann á laugardagsmorgun klukkan 8 árdegis. Verð komin til Jóhannesarborgar 25 tímum seinna (æ ég er ekki með tímamismuninn alveg á hreinu þannig að kannski eru þetta bara 23 eða 24 tímar!)
Svo tekur við ævintýrið mikla, ætli við sjáum ljón, fíla, kýr og fleira? Ætli við getum drukkið ósköpin öll af rauðrunnatei? Ætli moskítóflugurnar ráðist á okkur um leið og við lendum? Ætli við höfum rænu á að tjalda ekki á termídabúi?

Fjöldinn allur af spurningum sem áhugavert og gaman verður að finna svör við þennan tæpa mánuð sem við munum dvelja í ævintýralandinu mikla.

Bið að heilsa í bili
 
mánudagur, apríl 17, 2006
 
Gleðilega páska allir þó seint sé!

Vona að allir hafi haft það gott um páskana. Ég notaði Páskasunnudaginn vel, fór í gönguferð og matarboð, mjög vel heppnað í alla staði.

Í dag er eini frídagur páskanna hér í Frakklandi og ég notaði hann til þess að sofa aðeins lengur en vanalega og svo held ég að ég komi mér fyrir á kaffihúsi (ef e-ð er opið), helst úti í sólinni, og lesi yfir alls konar dót sem ég þarf að skoða.

Annars gúrkutíð í blogginu hjá mér eins og síðustu mánuðina. Líklegast fer nú að rætast úr því fljótlega en þá eru nú litlar líkur á að netsamband verði á hverjum degi þannig að hugsanlega verður lítið um blogg í ævintýraförinni miklu.

Já og ef e-r vill fá póstkort verður sá hinn sami að senda mér heimilisfang í tölvupósti því ég man ekkert hvað göturnar ykkar allra heita þó ég standi í þeirri trú að ég rambi enn á rétt hús til að heimsækja ykkur!
 
fimmtudagur, apríl 13, 2006
 
Loksins er komið gott veður, sjáum til hversu lengi það varir en best að vera ánægður meðan á stendur.

Nú eru bara 15 dagar þar til ég legg af stað í ævintýraförina miklu. Svei mér ef tilhlökkunarfiðringurinn er ekki farinn að láta aðeins vita af sér!

Páskahelgin framundan og eins og vanalega í útlöndum þá verður víst enginn málsháttur þetta árið. Eiginlega hálf fúlt sko. Annars er líka ágætt að fá ekkert páskaegg, ég er nefninlega formlega hætt að borða sælgæti. Já þær eru ekki litlar yfirlýsingarnar hér í dag. Á að vísu nokkuð af sætindum sem ég þarf að éta upp áður en straffið skellur á af miklum þunga,ég verð nú ekki lengi að ljúka því af.

Jæja jæja, margt mikilvægara á dagskránni en bloggraus og þvaður
 
mánudagur, apríl 10, 2006
 
Helgin að baki, ný vinnuvika gengin í garð.

Fyrsti sólbruni ársins kominn og farinn, sól og snjór fara víst ekki vel saman.

Annars fátt í fréttum, sumar og vetur takast hér á en ég er þess fullviss að sumarið fer að taka yfirhöndina.
 
föstudagur, apríl 07, 2006
 
Fór á Ísöldina 2 í gær og hún var bara skemmtileg, hef að vísu ekki séð nr. 1 og fannst þessi kannski bara skemmtileg þessvegna, krakkarnir sem ég fór með sögðu að sú fyrri væri betri. Er það annars ekki bara gangurinn, myndir nr 2 eru sjaldnast jafngóðar og þær fyrstu.

Þegar ég kom út úr bíóinu uppgötvaði ég að lyklarinr mínir voru horfnir!! Og þess vegna er ég bara búin að vera í hálfgerðir fýlu í allan dag, glatað. Fór í bíóið í morgun en nei nei þar nennir enginn að mæta til vinnu fyrr en upp úr kl 13. Það er kannski skiljanlegt en ég nenni ekki að skilja það núna. Verð sem sé að fá mér göngutúr aftur cette aprés-midi!

Ég er loksins búin að fjárfesta í malaríutöflunum, fékk 3 kassa á 100 evrur! þetta er sko ekki ókeypis, ó nei. Keypti í leiðinni alls konar flugnafælur, ætla að baða tjaldið mitt upp úr e-u svona dóti og þá vilja engar flugur koma þangað inn. Svo skoðaði ég flugnanet og ég held að ég láti bara tjaldið virka sem flugnanet, þetta var svo stórt að það væri hægt að tjalda þessu drasli yfir heilt þorp held ég barasta. Sem sé, stúlkan er farin að undirbúa sig undir Afríkuferðina.

Væri alveg til í að fara til Parísar um páskahelgina, nenni samt ekki að fara enn eina ferðin ein til Parísar! Ætli ég verði ekki bara hér í Clermont.
 
þriðjudagur, apríl 04, 2006
 
Gott fólk
Í gær varð ég fyrir árás.
Það skeit á mig fugl.
Ég tók því af stóískri ró.
Fólk í kringum mig reyndi að raska ró minni með fuglaflensu.

Annað er ekki í fréttum nema jú, ég fór burt frá Clermont á laugardaginn. Fór til borgar sem heitir Puy-en-Veley og er mjög falleg. Vel þess virði að koma þar.

Annar er ég að leita af fólki sem vill eyða sumarfríinu sínu í Clermont-Ferrand, íbúðin mín mun að öllu óbreyttu standa auð í sumar og mig vantar fólk sem er tilbúið að borga e-ð af leigunni minni!!!!

Clermont er falleg borg og enn fallegra umhverfi, hér verður hlýtt og gott á sumrin (sumir vilja meina aðeins of hlýtt og of gott en ég held að það sé misskilningur) og það eru fjöll og fjallavötn hér ekki of langt í burtu. Eins eru þorp hér allt í kring sem er mjög gaman að heimsækja og þetta er draumastaður ostaunnenda. Hvað meira? Sundlaug, safn, almenningsgarðar, ýmsar borgir ekki of langt í burtu (Lyon í 3 klst akstursfæri, Toulouse og París í 4). Já hjarta Frakklands bara!

Endilega látið þetta berast, mig vantar leigjendur!!!
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com