Fór á Ísöldina 2 í gær og hún var bara skemmtileg, hef að vísu ekki séð nr. 1 og fannst þessi kannski bara skemmtileg þessvegna, krakkarnir sem ég fór með sögðu að sú fyrri væri betri. Er það annars ekki bara gangurinn, myndir nr 2 eru sjaldnast jafngóðar og þær fyrstu.
Þegar ég kom út úr bíóinu uppgötvaði ég að lyklarinr mínir voru horfnir!! Og þess vegna er ég bara búin að vera í hálfgerðir fýlu í allan dag, glatað. Fór í bíóið í morgun en nei nei þar nennir enginn að mæta til vinnu fyrr en upp úr kl 13. Það er kannski skiljanlegt en ég nenni ekki að skilja það núna. Verð sem sé að fá mér göngutúr aftur cette aprés-midi!
Ég er loksins búin að fjárfesta í malaríutöflunum, fékk 3 kassa á 100 evrur! þetta er sko ekki ókeypis, ó nei. Keypti í leiðinni alls konar flugnafælur, ætla að baða tjaldið mitt upp úr e-u svona dóti og þá vilja engar flugur koma þangað inn. Svo skoðaði ég flugnanet og ég held að ég láti bara tjaldið virka sem flugnanet, þetta var svo stórt að það væri hægt að tjalda þessu drasli yfir heilt þorp held ég barasta. Sem sé, stúlkan er farin að undirbúa sig undir Afríkuferðina.
Væri alveg til í að fara til Parísar um páskahelgina, nenni samt ekki að fara enn eina ferðin ein til Parísar! Ætli ég verði ekki bara hér í Clermont.