Gleðilega páska allir þó seint sé!
Vona að allir hafi haft það gott um páskana. Ég notaði Páskasunnudaginn vel, fór í gönguferð og matarboð, mjög vel heppnað í alla staði.
Í dag er eini frídagur páskanna hér í Frakklandi og ég notaði hann til þess að sofa aðeins lengur en vanalega og svo held ég að ég komi mér fyrir á kaffihúsi (ef e-ð er opið), helst úti í sólinni, og lesi yfir alls konar dót sem ég þarf að skoða.
Annars gúrkutíð í blogginu hjá mér eins og síðustu mánuðina. Líklegast fer nú að rætast úr því fljótlega en þá eru nú litlar líkur á að netsamband verði á hverjum degi þannig að hugsanlega verður lítið um blogg í ævintýraförinni miklu.
Já og ef e-r vill fá póstkort verður sá hinn sami að senda mér heimilisfang í tölvupósti því ég man ekkert hvað göturnar ykkar allra heita þó ég standi í þeirri trú að ég rambi enn á rétt hús til að heimsækja ykkur!