Loksins er komið gott veður, sjáum til hversu lengi það varir en best að vera ánægður meðan á stendur.
Nú eru bara 15 dagar þar til ég legg af stað í ævintýraförina miklu. Svei mér ef tilhlökkunarfiðringurinn er ekki farinn að láta aðeins vita af sér!
Páskahelgin framundan og eins og vanalega í útlöndum þá verður víst enginn málsháttur þetta árið. Eiginlega hálf fúlt sko. Annars er líka ágætt að fá ekkert páskaegg, ég er nefninlega formlega hætt að borða sælgæti. Já þær eru ekki litlar yfirlýsingarnar hér í dag. Á að vísu nokkuð af sætindum sem ég þarf að éta upp áður en straffið skellur á af miklum þunga,ég verð nú ekki lengi að ljúka því af.
Jæja jæja, margt mikilvægara á dagskránni en bloggraus og þvaður