Sæl verið þið
Ég tóri enn þrátt fyrir að ég sé á mörkum taugaáfalls hér af óviðráðanlegum ástæðum (nei ég hef aldrei verið þekkt fyrir að gera meira úr aðstæðum en þörf er á :-))
Nú loksins er vorið komið, öll tré urðu græn á þremur dögum og hitastigið orðið vel viðunanlegt bæði utan og innan dyra.
Það styttist óðum í ævintýraförina miklu en ég legg í 'ann á laugardagsmorgun klukkan 8 árdegis. Verð komin til Jóhannesarborgar 25 tímum seinna (æ ég er ekki með tímamismuninn alveg á hreinu þannig að kannski eru þetta bara 23 eða 24 tímar!)
Svo tekur við ævintýrið mikla, ætli við sjáum ljón, fíla, kýr og fleira? Ætli við getum drukkið ósköpin öll af rauðrunnatei? Ætli moskítóflugurnar ráðist á okkur um leið og við lendum? Ætli við höfum rænu á að tjalda ekki á termídabúi?
Fjöldinn allur af spurningum sem áhugavert og gaman verður að finna svör við þennan tæpa mánuð sem við munum dvelja í ævintýralandinu mikla.
Bið að heilsa í bili