Clermont-París-Keflavík-Reykjavík-Klaustur plan morgundagsins
Klaustur-Skaftafell-Hvannadalshnúkur-Klaustur plan laugardagsins
Klaustur-Reykjavík plan sunnudagsins
Vinna, vinna, vinna plan mánudagsins.
Verð í Reykjavíkinni til 12. júni og er meira en til í að hitta þá sem vilja hitta mig öll kvöld vikunnar :-)
12.-16. júni verður varið í Reykholti á ráðstefnu, það ætti að vera fróðlegt en verst er að ég þarf að halda fyrirlestur þar sem ég hlakka nú ekkert voðalega til. Hefði heldur kosið að líma veggspjald upp á vegg. Ég hugsa bara að það sem ekki drepur mann herði mann, vona að ég komi harðari frá þessum fyrirlestri :-)
19.-23. júni verður önnur ráðstefna en að þessu sinni í Reykjavík og þar sem ég hef leyfi til að klístra póster á vegg. Miklu mannvænna allt saman!
Jæja geri ekki ráð fyrir að þetta veki mikinn áhuga lesenda.
Hlakka til að koma heim, vona að það sé betra veður á Íslandi en hér í Clermont, brrrr ég hélt að ég kæmi heim með varma í kroppnum eftir viku viðdvöl í Frakklandi en nei það er nú fjarri lagi, hér er bara rétt um 10 stiga hiti. Held að ég sé bara frosin í gegn (það tekur því sko ekki að kynda hús þegar það er komið vor!)