Jæja gott fólk
Ég er bara hætt að vera í vondu skapi! Það þýðir víst lítið að eyða lífinu í skapvonsku og sjálfsvorkun, sérstaklega þegar maður hefur ekkert til að vorkenna sjálfum sér yfir!
Ákvað að fresta felti aðeins og er að melta það með mér hvort það taki því að eyða helginni í rölt um heiðar í rigningu. Verð að hugsa málið aðeins betur, vona að Veðurstofan sjái að sér og skelli inn góðveðursspánni fljótlega (já það er sko Veðurstofan sem stjórnar þessu öllu!).
Ég er loksins farin að koma e-u í verk, búin að læra heilan helling í dag og verð að sitja hér áfram og melta það sem ég hef lært svo e-ð af því sitji eftir, svei mér ef þetta nám mitt er ekki bara askoti skemmtilegt :-) Held að ég sé heppin að geta stundað það.
Ætla svo að arka á Helgafellið á eftir, nú er sumarið sko að koma og ég að komast í rétta gírinn, held að júlí hrissti af sér rigninguna og annirnar hellist yfir mig fljótlega, enga meiri lognmollu í mínu lífi takk!
P.s. áhugasamir um kvöldgöngur um nágrenni RVK endilega láti heyra í sér, svo væri líka gaman að fara að baða sig e-t kvöldið í Reykjadal, til hvers að eiga jeppa sem virkar ef ekki til þess að fara aðeins út af malbikinu!