Bergrún
föstudagur, júní 23, 2006
 
Jæja jæja
Búin að vera á Klakanum í rúma 20 daga núna og enn hef ég ekki fundið þann frið sem þarf í beinum mér til að koma e-u í verk! Er búin að komast að því að ég vinn mun betur í Frakklandi, hér er svo margt að gera og margir að sjá sem er jú ósköp gott.

Lítið um stór ævintýr og enn minna um smá, ég er að smella inn í rútínu hér, vakna, hlaupa um náttúrufræðihúsið, heim í smá stund, út að hitta alls konar fólk, dauðþreytt heim, sofa allt of stutt, vakna.........

Dásamlegt þetta íslenska sumar, maður má ekkert vera að því að sofa og þarf ekki næstum því jafn mikinn svefn og á veturna (held nú samt að ég mætti fara að sofa aðeins meira, er að verða komin með bauga niður á miðjar kinnar).

Ráðstefnurnar gengu vel, ég fékk styrk og mun því lifa af næsta vetur, fékk svo að vita í morgun að ég fæ líka styrk frá sendiráðinu (sem einfaldar marga hluti) og bara í stuttu máli sagt þá brosir lífið við mér þessa dagana.

Læt hugsanlega heyra frá mér 1-2 sinnum áður en sumrið verður á enda, lofa þó engu!

Góða skemmtun um helgina, hverjir ætla annars að fara og velta sér upp úr dögginni??
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com