Bergrún
Komin aftur í "menninguna" úr hitanum og sólinni fyrir austan. Það er nú ekki oft sem maður fær bara alveg nóg af sólinni en ég verð að viðurkenna að það kom næstum fyrir mig (en bara næstum) núna í vikunni. Ég varð bara að spranga um á ullarnærfötunum einum fata þarna uppi á hálendinu, leit vel út á stígvélum í sólinni og hitanum innan um túristana sem voru allir vitrari en ég og mættu með stuttbuxur og hlýraboli! En hva.. ég er líklega bara minna sólbrunnin á leggjunum en þeir :-)
Annars er ég komin sem sé til Reykjavíkur eftir laaaaaanga keyrslu frá Kárahnjúkum í dag. Ég tók sama puttalinginn 3 upp í á leiðinni, fremur skondið!! Reynið nú að átta ykkur á þessu!!
Farin
Halló
Það er bara fullt af nýjungum í lífi mínu þessa dagana. Ég fór í gær og spilaði blak allt kvöldið. Fórum þrjú og það var fremur erfitt en svo bara koma hjólamaður og spurði hvort okkur vantaði ekki fjórða mann!! Og svo bara mætti hitt liðið skömmu seinna! Frábært, ég ætla alltaf að fara að spila blak núna, mér er alveg sama um bólgur og mar daginn eftir.... frábær skemmtun í alla staði.
Hin nýjungin í lífi mínu er grænn miði á bílnum mínum!!! Ekki eins ánægjuleg reynsla en reynsla engu síður!! Blessaður bíllinn er bara farinn eldast virðist vera. Ég held að ég ætli bara aldrei aftur að kaupa mér svona gamlan bíl (þó hann sé nú kannski ekkert svo gamall, ég bara hef ekki taugar í svona stand)
Jæja fer úr Rvk á morgun til fjalla, kem aftur þegar líða fer að ágúst. Þeir sem hafa áhuga á blakspili endilega meldi sig!!!
Jæja þá í það sinnið
Komst til Reykjavíkur í tíma fyrir Sálarballið, hélt ekki að röðin yrði alveg jafn löng og hún reyndist vera. Stóð í henni í klukkutíma og komst áfram e-a 10 metra! Sem betur fer átti ég góða að sem redduðu þessu fyrir mig og ég komst inn á endanum og skemmti mér stórvel í alla staði! Áfram Sálin og ég skal sko bara mæta á næsta ball líka, ekki spurning!!
Hæ
Þá er að koma að fyrsta "alvöru" felti sumarsins. Tek flugið kl. 13.45 austur og kem líklega heim aftur á föstudag! Held að Veðurstofan hafi séð að sér eftir rigningarspá síðustu ferðar svo þetta lítur allt ljómandi vel út!
Frakkar áttu skilið að tapa úrslitaleiknum, ómögulegt að hafa mann í geitalíki með í liðinu, spurning hvort Frakklandsforseti bjóði þessum manni aftur í afmælið sitt?? Æ kannski gerði hann það ekkert en e-ð stúss var í gangi á milli þeirra hér í vetur :-)
Hvað meira, jú allir á Sálarball næsta föstudag :-) ég er búin finna mér trausta manneskju til að kaupa miða fyrir mig á fimmtudeginum svo ég komist örugglega á þennan rosaviðburð.... hlakka til.
Jei jei jei húrra og jibbíjei
Ég er að fara austur í næstu viku, fer á mánudag og kem aftur heim á föstudag! Fer meira að segja í flugi og skilst á öllu að ég fái að vera "handfarangur" í bílnum frá Egilstöðum og uppeftir :-)
Hlakka til.
Slepp í leiðinni við kokteilboð í Sendiráðinu af tilefni Bastilludagsins þar sem mér var boðið auk herra!! Þá þarf ég ekki að fara að auglýsa eftir herra til að fylgja mér í sendiráðið, ég var farin að hafa áhyggjur :-)
Vá hvað það er gaman þegar lífið leysir úr flækjunum sem það myndar, held að bleika skýjið mitt hafi ekki yfirgefið mig enn!
Jæja gott fólk
Ég er komin aftur til Rvk, sólbrend og sæl eftir þriggja daga dvöl í Skaftafelli. Það rigndi nú eldi og brennisteini á laugardeginum og ég bara settist niður þegar ég var orðin alveg holdvot og hló að þessu öllu, það var ekkert annað hægt að gera. Regnbuxurnar mínar voru orðnar svo þungar af regni að ég átti í vandræðum með að halda þeim uppum mig, skórnir eru enn blautir en mér tókst að halda lífi í myndavélinni með því að henda bakpokanum undir moldarbarð í mestu skúrunum!! Ég hef bara sjaldan vitað annað eins!
Já en svo stytti upp og ég átti tvo dásemdardaga á Svínafells- og Skaftafellsheiðum!
Jæja já svoleiðis er það.
Nú ætla ég að fara að skoða myndir og reyna að átta mig á því af hvaða gjóskulögum ég tók myndir!
Vonandi hafið þið það gott í rigningunni, hún er nú bara hressandi!!