Hæ
Þá er að koma að fyrsta "alvöru" felti sumarsins. Tek flugið kl. 13.45 austur og kem líklega heim aftur á föstudag! Held að Veðurstofan hafi séð að sér eftir rigningarspá síðustu ferðar svo þetta lítur allt ljómandi vel út!
Frakkar áttu skilið að tapa úrslitaleiknum, ómögulegt að hafa mann í geitalíki með í liðinu, spurning hvort Frakklandsforseti bjóði þessum manni aftur í afmælið sitt?? Æ kannski gerði hann það ekkert en e-ð stúss var í gangi á milli þeirra hér í vetur :-)
Hvað meira, jú allir á Sálarball næsta föstudag :-) ég er búin finna mér trausta manneskju til að kaupa miða fyrir mig á fimmtudeginum svo ég komist örugglega á þennan rosaviðburð.... hlakka til.