Jæja gott fólk
Ég er komin aftur til Rvk, sólbrend og sæl eftir þriggja daga dvöl í Skaftafelli. Það rigndi nú eldi og brennisteini á laugardeginum og ég bara settist niður þegar ég var orðin alveg holdvot og hló að þessu öllu, það var ekkert annað hægt að gera. Regnbuxurnar mínar voru orðnar svo þungar af regni að ég átti í vandræðum með að halda þeim uppum mig, skórnir eru enn blautir en mér tókst að halda lífi í myndavélinni með því að henda bakpokanum undir moldarbarð í mestu skúrunum!! Ég hef bara sjaldan vitað annað eins!
Já en svo stytti upp og ég átti tvo dásemdardaga á Svínafells- og Skaftafellsheiðum!
Jæja já svoleiðis er það.
Nú ætla ég að fara að skoða myndir og reyna að átta mig á því af hvaða gjóskulögum ég tók myndir!
Vonandi hafið þið það gott í rigningunni, hún er nú bara hressandi!!