Komin aftur í "menninguna" úr hitanum og sólinni fyrir austan. Það er nú ekki oft sem maður fær bara alveg nóg af sólinni en ég verð að viðurkenna að það kom næstum fyrir mig (en bara næstum) núna í vikunni. Ég varð bara að spranga um á ullarnærfötunum einum fata þarna uppi á hálendinu, leit vel út á stígvélum í sólinni og hitanum innan um túristana sem voru allir vitrari en ég og mættu með stuttbuxur og hlýraboli! En hva.. ég er líklega bara minna sólbrunnin á leggjunum en þeir :-)
Annars er ég komin sem sé til Reykjavíkur eftir laaaaaanga keyrslu frá Kárahnjúkum í dag. Ég tók sama puttalinginn 3 upp í á leiðinni, fremur skondið!! Reynið nú að átta ykkur á þessu!!
Farin