Það er orðið langt síðan síðast! Ótrúlega langt bara en þó hefur hvorki mikið né margt drifið á daga mína. Ég hef verið meira og minna til fjalla og þar hef ég séð nokkra nýja staði og nokkra gamla með nýjum augum. Ég hef verið mjög heppin með veður og einungis fengið tvo rigningardaga en þá rigndi líka nokkuð vel, svo vel að ég hröklaðist heim annan daginn.
Jæja, ég settist hér niður og ætlaði aldeilis að segja ykkur af mér en það er bara svei mér ekki frá neinu að segja. Ég er steinhissa á því hvað verður um tímann, ég er eiginlega farin að undirbúa brottför, mér sem líður eins og ég hafi komið heim í gær. Ég er varla búin að sjá framan í fjölskyldu og vini og er við það að hverfa á ný. Skrýtið að lifa svona tvöföldu lífi og hoppa á milli. Ég er líka ekki mjög dugleg að halda sambandi við fólkið í "hinu" landinu og því verður þetta allt undarlegra og undarlegra eftir því sem meiri tíma er varið í burtu. Hvernig þetta mun allt saman enda verður tíminn bara að leiða í ljós. Blahhhhhhhh
Annars er ég að velta fyrir mér (og næstum búin að ákveða) að fara með Norrænu í haust, geri ráð fyrir að 20. sept verði brottför. Til þess að þetta gangi verð ég að hafa að selja Sigga litlaslyddujeppa og fá mér e-n hörkukagga sem getur brunað um útlenskar hraðbrautir án þess að eyða dropa á hundraðinu!! Já þetta mun allt reddast, ég hef enga trú á öðru. Tala bara eins og sönnum Skaftfellingi sæmir.