Bergrún
laugardagur, september 30, 2006
 
Nýtt markmið: hálfmaraþon í París í apríl!

Annars var ég að gera verðkönnun, Ísland kom vel út!

Tempurkoddar eru ódýrari á Íslandi en í Clermnot-Ferrand Frakklandi! Munar meira að segja töluverðu þar á!! Jamm, Ísland er ekki svo slæmt eftir allt, held ég verði að segja Frökkunum þetta hnéhnéhné.....

Góða helgi
 
fimmtudagur, september 28, 2006
 


Hvað get ég sagt ykkur? Jú, ég fékk fréttir frá tollinum og var mér tjáð að ég gæti fengið þunnsneiðarnar mínar fyrir litlar 1314 evrur. Þetta slagar hátt í bíl!!!
Ákvað að senda þær til baka til Íslands og sit nú hér með krosslagða fingur og vona að þær komist eftir krókaleiðum og með bjargvætti hingað til mín á sunnudaginn.

Hvað annað, sá í morgun að það er búið að setja tappann í Hálslón. Þetta var mjög undarlegur tími, ég bara gat ekki setið kyrr og um mig fór e-r ónotakennd, leið eiginlega bara eins og ég væri að fá slæmar fréttir af vini. Frekar skringilegar tilfinningar, þetta er nú einu sinni bara örfoka og ómerkilegt land sem þarna hverfur sem ekki ber nema stöku rollu!!!!

Og svo að lokum þá er ég komin með nýja flugu í höfuðið. Mig langar alveg svakalega að finna kvöldskóla þar sem hægt er að læra nudd!! Já af öllu þá langar mig að læra það. Þannig er að mér finnst þessi jarðfræði frekar ómannleg, ég sit fyrir framan tölvu allan liðlangan daginn eða gref mig ofan í moldarbarð. Nú langar mig að gera e-ð þar sem maður hefur smá samskipti við fólk og getur gefið aðeins af sér, gert öðrum gott! Svei mér ef nudd gæti ekki bara passað inn í þetta. Ég skal bjóða ykkur öllum nuddtíma ef mér tekst að láta verða af þessu. Ég er nú ekkert að tala um að verða löggildur nuddari, bara að læra svona smá. Svo held ég líka að ég gæti grætt á þessu, það hljóta að vera e-r sem þurfa að æfa sig að nudda, og þá er ég til staðar.
 
þriðjudagur, september 26, 2006
 

Ég er komin til Frakklands enn eina ferðina. Hvað ætli ég hafi farið þessa leið oft? Ég bara er búin að missa töluna.

Ég bý með 2 stelpum í risastórri og flottri íbúð, þriðja íbúðin sem ég bý í hér í Clermont og sú flottasta til þessa. Það eru samt gallar á henni en sá fyrsti er að einn veggurinn á herberginu mínu er bara glerhurð sem vísar inn í stofuna. Ég er búin að klístra gardínum þarna fyrir með kennaratyggjói (já ég er svo heimilisleg alltaf) og svo er ég búin að koma fataskápnum mínum og hillu þarna líka til að reyna að blokkera útsýnið. Æ stundum vill maður bara fá að vera í friði og svo langara stelpunum líka kannski að sitja í stofunni svona einstaka sinnum. Allavegana, nú kalla ég á ykkar hjálp, mig vantar fullt af skemmtilegum póstkortum til að líma á glerið stofumegin!!!

Heimilisfangið er: 17 rue Morel Ladeuil, 63000 Clermont-Ferrand, France

Hjálpið mér nú, verið svo væn.

Annars er ég hálfgerðu sjokki yfir eigin heimsku og illaskap. Ég á að vera orðin 27 (næstum 28) ára og ég kann ekki að senda dót í DHL!! Er þetta hægt? Ég held ekki. Þannig er að ég sendi þunnsneiðarnar mínar með DHL svona svo þær myndu örugglega ekki týnast á leiðinni eða að e-r óprúttinn maður/kona myndi stela þeim af mér á ferðalaginu. Nú eru þær stopp í tollinum hér í Frakklandi. Ég gleymdi sem sé að fylla út e-a tollskýrlsu eða e-ð slíkt, hélt bara að þetta kæmi hingað með póstinum og kæmi tollinum ekkert við. Eins gott að ég muni þetta og hugsi næst þegar ég framkvæmi e-ð.

Verð að hrista af mér hrossafluguna!!!!!!!! En hvernig??

Jæja best að nota daginn til einhvers, annars held ég að þessum tíma hafi verið vel varið, það er gott að láta vita af sér stöku sinnum.
 
þriðjudagur, september 19, 2006
 
Jæja góðir hálsar

Ég er sem betur fer ekki eins þreytt og ég var síðast þegar í hripaði hér niður nokkur orð, enda hef ég sofið alveg sæmilega síðustu nætur. Ég er byrjuð að kveðja fólk núna og hef því nóg að gera en ég tók þá ákvörðun að vera ekkert að stressa mig á því að hitta alla. Það er gjörsamlega lífsins ómögulegt að koma því fyrir á nokkrum kvöldum. Ég kem líka heim aftur fljótlega og því er ekkert hundrað í hættunni þó ég sjái ekki framan í alla núna í september.

Dagskrá næstu daga er því að koma mér og mínu dóti fyrir í bakpoka og finna leið til að breyta eðlisþyngd nokkurra hluta sem ég þarf að taka með mér, eins þarf ég að bregða mér á Hellu til að kveðja ömmu mína og koma Siggalitlaslyddujeppa fyrir, fyrir veturinn og svo þarf ég að koma mér í flugvélina að morgni 23. sept. Þá verður runninn upp ferðadagurinn.

Svo mun ég dvelja við leik og störf í Frakklandi til 9. desember en þá kem ég aftur heim. Það verður nú stutt stopp þarna fyrst í desember því þann 10. des flýg ég áfram vestur á bóginn. Ég er nefninlega að fara til San Francisco í nokkra daga fyrir jólin, já stundum borgar þetta námsstúss og stress sig! Kem svo úthvíld og kát aftur til Íslands, tilbúin að halda jólin í skammdeginu þann 19. des (nei ég held nú samt að ég haldi bara jólin þann 24. eins og flestir aðrir Íslendingar).

Jæja jæja best að halda áfram þó ég sé gjörsamlega einbeitingarlaus (fór meira að segja og keypti mér stjörnukort á netinu áðan, ég er gjörsamlega að tapa mér hér þessa dagana)
 
fimmtudagur, september 14, 2006
 
Halló
Hversu þreyttur getur maður verið? Ég held að ég sé á mörkum þess að geta verið jafn þreytt og ég er. Ég á þetta samt skilið því það er bara mér að kenna hvernig komið er. Hlakka til að fara til Frakklands og fara að sofa.

Annars er ég að berjast við blendnar tilfinningar þessa dagana, mig langar að fara út en mig langar líka að vera bara heima, búin að koma mér ágætlega fyrir hér aftur og komin inn í rútínuna hér loksins þegar ég þarf að hoppa aftur út. Ég verð líklega orðin fertug áður en ég veit af með þessu áframhaldi, tíminn er svo fljótur að líða á hvorum stað. Veit ekki hvort nokkur skilur þetta, geri jafnvel ráð fyrir að yfir þessum pistli liggi þreytuslikja.

Ég á eftir að skoða 15 þunnsneiðar, skal hafa að skoða þær en svo er ég bara farin heim að sofa. Ætla svo í bíó í kvöld, ekki vil ég dotta þar! Þrátt fyrir að ég leggi það í vana minn að sofa í bíó.

Góða nótt
 
þriðjudagur, september 05, 2006
 
Þá er kominn september og haustið með honum eins og vanalega. Ég er búin að eignast bíl og selja hann, ákveða að eiga Siggalitlaslyddujeppa áfram, kaupa mér far með Norrænu og skila því aftur, gera ýmsa skandala og vonandi bæta fyrir þá flesta, gefast upp á fjallaferðum og farin að kvíða fyrir Frakklandsför! Já þetta er að brjótast í mér þessa dagana.

Ég ætla sem sé að kaupa mér bara bíl í Frakklandi, held að það sé bara ágætis reynsla að kaupa sér bara bíl einn og sjálfur, rembast við að finna rétt tryggingarfélag og klúðra e-u svona ein og sjálf á frönsku. Ég get þá alltaf kennt tungumálinu um eins og svo oft áður.

Ég mun leigja aftur með sömu stelpunni og síðasta ár og hún stendur sveitt í Clermont núna og leitar að íbúð fyrir okkur, henni var nær að vilja ekki leigja fínu íbúðina okkar í sumar ;-)

Sumarið hefur verið ágætt í flesta staði, ég er búin að læra heilan helling á fjölmörgum sviðum, hef ekki setið auðum höndum eitt einasta kvöld og ég held án gríns að ég hafi tekið mér 4 frídaga síðan ég kom heim 2. júní (og þeir hafa verið misvel notaðir). Þrátt fyrir þessa vinnusemi hafa nú margir dagar farið í súginn yfir netlestri og öðrum óþarfa (held að ég sé alveg að fara í netstraff) og því er ansi margt sem ég á eftir að gera áður en ég legg í hann með flugleiðum í endan sept. Nú veit ég bara ekki nákvæmlega hvenær ég fer þar sem ég á engan miða, geri ráð fyrir að halda svipaðri dagsetningu og ég var með á Norrænu miðanum eða um 20. sept.

Hef þetta ekki lengra, I think I´m done eins og sagt var í laginu sem ég var að hlusta á akkúrat á þessu augnabliki!
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com