Bergrún
þriðjudagur, september 05, 2006
 
Þá er kominn september og haustið með honum eins og vanalega. Ég er búin að eignast bíl og selja hann, ákveða að eiga Siggalitlaslyddujeppa áfram, kaupa mér far með Norrænu og skila því aftur, gera ýmsa skandala og vonandi bæta fyrir þá flesta, gefast upp á fjallaferðum og farin að kvíða fyrir Frakklandsför! Já þetta er að brjótast í mér þessa dagana.

Ég ætla sem sé að kaupa mér bara bíl í Frakklandi, held að það sé bara ágætis reynsla að kaupa sér bara bíl einn og sjálfur, rembast við að finna rétt tryggingarfélag og klúðra e-u svona ein og sjálf á frönsku. Ég get þá alltaf kennt tungumálinu um eins og svo oft áður.

Ég mun leigja aftur með sömu stelpunni og síðasta ár og hún stendur sveitt í Clermont núna og leitar að íbúð fyrir okkur, henni var nær að vilja ekki leigja fínu íbúðina okkar í sumar ;-)

Sumarið hefur verið ágætt í flesta staði, ég er búin að læra heilan helling á fjölmörgum sviðum, hef ekki setið auðum höndum eitt einasta kvöld og ég held án gríns að ég hafi tekið mér 4 frídaga síðan ég kom heim 2. júní (og þeir hafa verið misvel notaðir). Þrátt fyrir þessa vinnusemi hafa nú margir dagar farið í súginn yfir netlestri og öðrum óþarfa (held að ég sé alveg að fara í netstraff) og því er ansi margt sem ég á eftir að gera áður en ég legg í hann með flugleiðum í endan sept. Nú veit ég bara ekki nákvæmlega hvenær ég fer þar sem ég á engan miða, geri ráð fyrir að halda svipaðri dagsetningu og ég var með á Norrænu miðanum eða um 20. sept.

Hef þetta ekki lengra, I think I´m done eins og sagt var í laginu sem ég var að hlusta á akkúrat á þessu augnabliki!
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com