Hæ
Ég er komin til Frakklands enn eina ferðina. Hvað ætli ég hafi farið þessa leið oft? Ég bara er búin að missa töluna.
Ég bý með 2 stelpum í risastórri og flottri íbúð, þriðja íbúðin sem ég bý í hér í Clermont og sú flottasta til þessa. Það eru samt gallar á henni en sá fyrsti er að einn veggurinn á herberginu mínu er bara glerhurð sem vísar inn í stofuna. Ég er búin að klístra gardínum þarna fyrir með kennaratyggjói (já ég er svo heimilisleg alltaf) og svo er ég búin að koma fataskápnum mínum og hillu þarna líka til að reyna að blokkera útsýnið. Æ stundum vill maður bara fá að vera í friði og svo langara stelpunum líka kannski að sitja í stofunni svona einstaka sinnum. Allavegana, nú kalla ég á ykkar hjálp, mig vantar fullt af skemmtilegum póstkortum til að líma á glerið stofumegin!!!
Heimilisfangið er: 17 rue Morel Ladeuil, 63000 Clermont-Ferrand, France
Hjálpið mér nú, verið svo væn.
Annars er ég hálfgerðu sjokki yfir eigin heimsku og illaskap. Ég á að vera orðin 27 (næstum 28) ára og ég kann ekki að senda dót í DHL!! Er þetta hægt? Ég held ekki. Þannig er að ég sendi þunnsneiðarnar mínar með DHL svona svo þær myndu örugglega ekki týnast á leiðinni eða að e-r óprúttinn maður/kona myndi stela þeim af mér á ferðalaginu. Nú eru þær stopp í tollinum hér í Frakklandi. Ég gleymdi sem sé að fylla út e-a tollskýrlsu eða e-ð slíkt, hélt bara að þetta kæmi hingað með póstinum og kæmi tollinum ekkert við. Eins gott að ég muni þetta og hugsi næst þegar ég framkvæmi e-ð.
Verð að hrista af mér hrossafluguna!!!!!!!! En hvernig??
Jæja best að nota daginn til einhvers, annars held ég að þessum tíma hafi verið vel varið, það er gott að láta vita af sér stöku sinnum.