Hæ
Hvað get ég sagt ykkur? Jú, ég fékk fréttir frá tollinum og var mér tjáð að ég gæti fengið þunnsneiðarnar mínar fyrir litlar 1314 evrur. Þetta slagar hátt í bíl!!!
Ákvað að senda þær til baka til Íslands og sit nú hér með krosslagða fingur og vona að þær komist eftir krókaleiðum og með bjargvætti hingað til mín á sunnudaginn.
Hvað annað, sá í morgun að það er búið að setja tappann í Hálslón. Þetta var mjög undarlegur tími, ég bara gat ekki setið kyrr og um mig fór e-r ónotakennd, leið eiginlega bara eins og ég væri að fá slæmar fréttir af vini. Frekar skringilegar tilfinningar, þetta er nú einu sinni bara örfoka og ómerkilegt land sem þarna hverfur sem ekki ber nema stöku rollu!!!!
Og svo að lokum þá er ég komin með nýja flugu í höfuðið. Mig langar alveg svakalega að finna kvöldskóla þar sem hægt er að læra nudd!! Já af öllu þá langar mig að læra það. Þannig er að mér finnst þessi jarðfræði frekar ómannleg, ég sit fyrir framan tölvu allan liðlangan daginn eða gref mig ofan í moldarbarð. Nú langar mig að gera e-ð þar sem maður hefur smá samskipti við fólk og getur gefið aðeins af sér, gert öðrum gott! Svei mér ef nudd gæti ekki bara passað inn í þetta. Ég skal bjóða ykkur öllum nuddtíma ef mér tekst að láta verða af þessu. Ég er nú ekkert að tala um að verða löggildur nuddari, bara að læra svona smá. Svo held ég líka að ég gæti grætt á þessu, það hljóta að vera e-r sem þurfa að æfa sig að nudda, og þá er ég til staðar.