Bergrún
þriðjudagur, september 19, 2006
 
Jæja góðir hálsar

Ég er sem betur fer ekki eins þreytt og ég var síðast þegar í hripaði hér niður nokkur orð, enda hef ég sofið alveg sæmilega síðustu nætur. Ég er byrjuð að kveðja fólk núna og hef því nóg að gera en ég tók þá ákvörðun að vera ekkert að stressa mig á því að hitta alla. Það er gjörsamlega lífsins ómögulegt að koma því fyrir á nokkrum kvöldum. Ég kem líka heim aftur fljótlega og því er ekkert hundrað í hættunni þó ég sjái ekki framan í alla núna í september.

Dagskrá næstu daga er því að koma mér og mínu dóti fyrir í bakpoka og finna leið til að breyta eðlisþyngd nokkurra hluta sem ég þarf að taka með mér, eins þarf ég að bregða mér á Hellu til að kveðja ömmu mína og koma Siggalitlaslyddujeppa fyrir, fyrir veturinn og svo þarf ég að koma mér í flugvélina að morgni 23. sept. Þá verður runninn upp ferðadagurinn.

Svo mun ég dvelja við leik og störf í Frakklandi til 9. desember en þá kem ég aftur heim. Það verður nú stutt stopp þarna fyrst í desember því þann 10. des flýg ég áfram vestur á bóginn. Ég er nefninlega að fara til San Francisco í nokkra daga fyrir jólin, já stundum borgar þetta námsstúss og stress sig! Kem svo úthvíld og kát aftur til Íslands, tilbúin að halda jólin í skammdeginu þann 19. des (nei ég held nú samt að ég haldi bara jólin þann 24. eins og flestir aðrir Íslendingar).

Jæja jæja best að halda áfram þó ég sé gjörsamlega einbeitingarlaus (fór meira að segja og keypti mér stjörnukort á netinu áðan, ég er gjörsamlega að tapa mér hér þessa dagana)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com