Bergrún
mánudagur, október 30, 2006
 
Jæja gott fólk
Enn ein helgin á enda, ný vika tekin við og bara vel komin í gang.

Hér í Frakklandi nutum við 25 stunda sunnudags í gær (ef svo má segja). Ég hafði ekki hugmynd um þessa breytingu og var mjög ánægð með mig að hafa sofið til klukkan tíu um morguninn, það var auðvitað allt eyðilegt fyrir mér með því að breyta klukkunni, enn einn sunnudaginn var ég sem sé komin fram úr um níu!!!!

Annars eru vetrarfríin á fullu hér, þannig að það er frekar rólegt andrúmsloft sem er bara af hinu góða.

Ég er að fara að sækja eldavélina núna á eftir, vona bara að ég sé nógu sterk til að bera hana upp stigana heim til mín. Ef ekki þá bara setjum við hana í gang á neðri stigapallinum, ég get ekki séð hvað er að því að hafa eldavélina í stigaganginum.

Hvað meira, ég held að ég hafi ekki verið búin að láta ykkur vita að það er komið heimasímanúmer hjá mér, svona ef ykkur langar að slá á þráðinn til að láta vita af komu ykkar þegar það fer að líða nær Express sumrinu, allavegana þá er númerið svo hljóðandi: 00334-73-93-64-84 Flott númer finnst ykkur ekki?
 
fimmtudagur, október 26, 2006
 
Sonde-dagur í dag, á morgun og hinn daginn líka- þvílík gleði!!!

Já ég er sem sé loksins farin að greina sýnin mín sem fóru í heimsókn til franska tollsins, flugu svo heim til Íslands aftur áður en þau fóru í venjulegum pósti (að ég held) hingað til mín (og þannig græddi ég 1314 evrur sem annars hefuðu lent hjá franska ríkinu).

Annars ekkert að frétta nema jú ég er að fara að kaupa mér eldavél (ákvað að gera það frekar en að fá mér bíl svona til að byrja með, hver veit nema ég setji hjól undir hana og reyni svo að nota gasið sem e-ð spýtt dæmi, það getur alveg virkað!). Þessi öndvegis eldavél er með 3 gashellum, 1 rafmagnshellu og svo rafmagnsofni og allt þetta fæ ég fyrir litlar 40 evrur (að vísu svona second hand en hverjum er ekki sama?).

Til að taka eigur mínar saman þá á ég sem sé:
Ísland: Bíll, IKEA-eldhúsborð og -stólar, götóttur sófi
Frakkland: Þvottavél, eldavél og nokkurskonar rúm

Hver þarf á veraldlegum eigum að halda???
 
þriðjudagur, október 24, 2006
 
Yessssss

Iceland express er að hefja flug til Parísar

Eins og er held ég að þeir ætli bara að fljúga yfir sumarið þannig að það getur vel verið að ég geti ekki "notið" þjónustu þeirra í hvert skipti sem ég kem heim en.... þetta er allt í rétta átt.

Nú hafið þið ekki lengur ástæðu til að láta ekki sjá ykkur!!! Tja nema kannski þá að ég verð líklegast á Íslandi mestan hluta flugtímabilsins ;-)

Annars ekkert í fréttum, fór til Toulouse um helgina og hafði það gott.
 
laugardagur, október 14, 2006
 
Í gær var föstudagurinn þrettándi!

Ég hef komist ágætlega frá þeim dögum í gegnum tíðina og dagurinn í gær leið bara ágætlega fram eftir degi en hann endaði ofaní hundaskítsklessu, ég skautaði um í henni, mmmmmmm.

Þetta hefur ekki komið fyrir mig síðan ég var í París forðum daga.

Held ég líti samt á þetta sem heppni, nú get ég verið róleg næstu 5 árin.

Þegar ég lít aftur þá sé ég ákveðið trend í lífi mínu, hundaskítaskaut á fimm ára fresti en fuglaskítslotan er ögn styttri, fæ slíka klessu í hárið á 4 ára fresti, geri ráð fyrir að vera örugg næstu þrjú árin.

Vona bara að fleiri dýr fari ekki að herja á mig. Og til að taka Pollýönnu á þetta allt saman þá er gott að lenda ekki í..... Elefant droppings!!!!!
 
föstudagur, október 13, 2006
 
Kominn tími á að láta heyra í sér

Hér verður mikil hátið um helgina. Það er verið að fara að taka sporvagninn í gagnið. Síðan ég kom hingað út fyrst árið 2003 hefur borgin verið í rúst þar sem það þurfti að rýma fyrir þessum sprovagni. Núna er hann svo farinn að renna um göturnar á Michelin dekkjunum sínum en það verður ekki fyrr en á laugardaginn sem almenningi verður hleypt inn, ókeypis í tvo daga... eins gott að nýta sér þetta og fara nokkra hringi!! Hingað til hefur hann bara verið í æfingarkeyrsltum um göturnar og það er eins gott að vara sig, maður er orðinn því vanur að geta spókað sig á þessu svæði án nokkurs áreitis, núna verður maður að vera þvi viðbúinn að vera keyrður niður af sporvagni.

Já og svo er Erro með sýningu hér, ég held nú bara að maður verði að kíkja á verk landans, standa með sínum.

Þá að ómissandi fréttum, veðrið er ljómandi, hlýtt og gott en sólarlaust (já svei mér ég verð að fara að finna einbeitinguna, ef ég nota tímann til þess að segja frá veðrinu hér frekar en að koma þeim verkum áfram sem ég þarf að koma frá..... ussusuusss).

Það er af tossalistanum að frétta að hann er alveg óbreyttur, ekkert hefur gerst nema jú ég er búin að komast að því að nuddnámskeið eru ekki í boði hér í þessari borg. Það hefa margir hlegið að mér og horft á mig með undarlegum augum, halda að ég ætli að stofna erótíska stofu á næstu dögum...... tja held þau megi halda það ef þau vilja.

Ég er annars farin að breyta högum mínum töluvert hér, er held ég að verða of frönsk! Hér er bara bjór eða rauðvín í hádeginu, apperitif og digestif.... ætli ég sé að verða drykkjumanneskja? Bara smá pæling.

Jæja Katla bíður mín, hún hefur svo sem beðið mín í 3 ár, held hún megi bíða aðeins lengur.... nei annars ég er orðin æst í að koma þessu verkefni frá.

Góða helgi
 
þriðjudagur, október 03, 2006
 
Tossalisti:

Kaupa bíl
Finna nuddnámskeið
Finna kór
Æfa fyrir hálfmaraþon (sem er víst 11. mars en ekki í apríl)
Finna heimilisfræðinámskeið (annars finnst mér nú bara gaman að ganga fram að meðleigendum mínum í blöndun hráefna)
og svo allt hitt

Sem sé, allt það sem ég ætlaði mér að gera þegar ég kæmi út er enn á listanum, hef engu komið í verk enn nema:

flytja inn í nýja íbúð og koma mér þar fyrir
verið í skólanum frá 8-20 alla daga

Fjör

Ps. ætla vonandi til Toulouse um næstu helgi
 
 
Tossalisti:

Kaupa bíl
Finna nuddnámskeið
Finna kór
Æfa fyrir hálfmaraþon (sem er víst 11. mars en ekki í apríl)
Finna heimilisfræðinámskeið (annars finnst mér nú bara gaman að ganga fram að meðleigendum mínum í blöndun hráefna)
og svo allt hitt

Sem sé, allt það sem ég ætlaði mér að gera þegar ég kæmi út er enn á listanum, hef engu komið í verk enn nema:

flytja inn í nýja íbúð og koma mér þar fyrir
verið í skólanum frá 8-20 alla daga

Fjör

Ps. ætla vonandi til Toulouse um næstu helgi
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com