Jæja gott fólk
Enn ein helgin á enda, ný vika tekin við og bara vel komin í gang.
Hér í Frakklandi nutum við 25 stunda sunnudags í gær (ef svo má segja). Ég hafði ekki hugmynd um þessa breytingu og var mjög ánægð með mig að hafa sofið til klukkan tíu um morguninn, það var auðvitað allt eyðilegt fyrir mér með því að breyta klukkunni, enn einn sunnudaginn var ég sem sé komin fram úr um níu!!!!
Annars eru vetrarfríin á fullu hér, þannig að það er frekar rólegt andrúmsloft sem er bara af hinu góða.
Ég er að fara að sækja eldavélina núna á eftir, vona bara að ég sé nógu sterk til að bera hana upp stigana heim til mín. Ef ekki þá bara setjum við hana í gang á neðri stigapallinum, ég get ekki séð hvað er að því að hafa eldavélina í stigaganginum.
Hvað meira, ég held að ég hafi ekki verið búin að láta ykkur vita að það er komið heimasímanúmer hjá mér, svona ef ykkur langar að slá á þráðinn til að láta vita af komu ykkar þegar það fer að líða nær Express sumrinu, allavegana þá er númerið svo hljóðandi: 00334-73-93-64-84 Flott númer finnst ykkur ekki?