Bergrún
föstudagur, október 13, 2006
 
Kominn tími á að láta heyra í sér

Hér verður mikil hátið um helgina. Það er verið að fara að taka sporvagninn í gagnið. Síðan ég kom hingað út fyrst árið 2003 hefur borgin verið í rúst þar sem það þurfti að rýma fyrir þessum sprovagni. Núna er hann svo farinn að renna um göturnar á Michelin dekkjunum sínum en það verður ekki fyrr en á laugardaginn sem almenningi verður hleypt inn, ókeypis í tvo daga... eins gott að nýta sér þetta og fara nokkra hringi!! Hingað til hefur hann bara verið í æfingarkeyrsltum um göturnar og það er eins gott að vara sig, maður er orðinn því vanur að geta spókað sig á þessu svæði án nokkurs áreitis, núna verður maður að vera þvi viðbúinn að vera keyrður niður af sporvagni.

Já og svo er Erro með sýningu hér, ég held nú bara að maður verði að kíkja á verk landans, standa með sínum.

Þá að ómissandi fréttum, veðrið er ljómandi, hlýtt og gott en sólarlaust (já svei mér ég verð að fara að finna einbeitinguna, ef ég nota tímann til þess að segja frá veðrinu hér frekar en að koma þeim verkum áfram sem ég þarf að koma frá..... ussusuusss).

Það er af tossalistanum að frétta að hann er alveg óbreyttur, ekkert hefur gerst nema jú ég er búin að komast að því að nuddnámskeið eru ekki í boði hér í þessari borg. Það hefa margir hlegið að mér og horft á mig með undarlegum augum, halda að ég ætli að stofna erótíska stofu á næstu dögum...... tja held þau megi halda það ef þau vilja.

Ég er annars farin að breyta högum mínum töluvert hér, er held ég að verða of frönsk! Hér er bara bjór eða rauðvín í hádeginu, apperitif og digestif.... ætli ég sé að verða drykkjumanneskja? Bara smá pæling.

Jæja Katla bíður mín, hún hefur svo sem beðið mín í 3 ár, held hún megi bíða aðeins lengur.... nei annars ég er orðin æst í að koma þessu verkefni frá.

Góða helgi
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com