Sonde-dagur í dag, á morgun og hinn daginn líka- þvílík gleði!!!
Já ég er sem sé loksins farin að greina sýnin mín sem fóru í heimsókn til franska tollsins, flugu svo heim til Íslands aftur áður en þau fóru í venjulegum pósti (að ég held) hingað til mín (og þannig græddi ég 1314 evrur sem annars hefuðu lent hjá franska ríkinu).
Annars ekkert að frétta nema jú ég er að fara að kaupa mér eldavél (ákvað að gera það frekar en að fá mér bíl svona til að byrja með, hver veit nema ég setji hjól undir hana og reyni svo að nota gasið sem e-ð spýtt dæmi, það getur alveg virkað!). Þessi öndvegis eldavél er með 3 gashellum, 1 rafmagnshellu og svo rafmagnsofni og allt þetta fæ ég fyrir litlar 40 evrur (að vísu svona second hand en hverjum er ekki sama?).
Til að taka eigur mínar saman þá á ég sem sé:
Ísland: Bíll, IKEA-eldhúsborð og -stólar, götóttur sófi
Frakkland: Þvottavél, eldavél og nokkurskonar rúm
Hver þarf á veraldlegum eigum að halda???