Bergrún
Tilraunastarfsemi
Ég er í miklum tilraunum þessa dagana. Er að athuga hver áhrif þess eru að borða kíló af döðlum á knöppum tíma (nokkrum dögum þó). Svo er ég að athuga líka hvað gerist við það að setja ólívuolíu í hárið.
Báðar tilraunir gefa fremur neikvæðar niðurstöður en ég ætla ekki að gefast upp, ætla að athuga langtímaáhrifin.
Jólalag ársins 2006 hjá fröken Bergrúnu:
Í skóginum stóð kofi einn flutt af Megasi
Eina jólalagið sem er á ipodinum mínum.
Hlakka til að syngja það með frændsystkinum mínum, ég á sko pottþétt ekki eftir að ruglast á textanum.
Sumir dagar!
...eru betri en aðrir, og það var ekki einn þeirra í dag.
Annars þykir mér leiðinlegt að lesa niðurdrepandi blogg þannig að ég ætla að reyna að komast hjá slíkum skrifum.
Enn eitt skammastrikið komið í kladdann, það hlýtur að vera kvóti á slíku svo greinilegt er að ég fer að hætta þessu fljótlega.
Bara ég myndi læra af þessum mistökum mínum, hingað til hef ég ekki gert of mikið af því.
Skrifa næst þegar e-ð skemmtilegt hefur gerst.
Tja annars var mjög gaman í tyrkneska matarboðinu, langt síðan ég hef hlegið svona mikið og innilega.
Alltaf klikka ég á jólunum.
Ár eftir ár er ég í útlöndum á aðventunni. Ég held alltaf að ég lifi af án jólalaga en jafnoft hef ég komist að því að þau eru ómissandi. Í fyrra reddaðist allt vegna þess að ég gat hlustað á jólaútvarpið og Létt þar sem voru eingöngu spiluð jólalög. Nú er e-ð klikk í gangi og ég get ekki hlustað á þessar jólarásir, veit ekki hvað er að tölvunni minni en e-ð er það.
Ég verð sem sé bara að vona að ég hitti á jólalag á Rás tvö við og við og syngja bara í huganum. En ef e-r á jólalög (svona jólastuð jólajólalög) á skrám sem hægt er að senda í tölvupósti eða e-ð þá er ég tilbúin að taka við slíku (verður maður kannski handtekinn fyrir að biðja um svona greiða??)
Hvað fleira, ég varð barasta reið áðan, er búin að jafna mig núna en það er langt síðan ég hef orðið reið. Var bara næstum búin að gleyma tilfinningunni. Ég ætla nú samt ekki að fara að útskýra ástæðuna (hún er full lítilfjörleg því miður).
Annars er ég að fara í matarboð til tveggja Tyrkja sem eru hér í skólanum, þeir eru að halda kveðjupartý fyrir annan þeirra og ég sem er nýbúin að kynnast honum, týpískt alveg. Þetta sem var hinn skemmtilegasti gaur, jæja þetta er bara lífið í útlandinu, loksins þegar maður hittir áhugavert fólk þá hverfur það. Veit ekki hvað ég fór oft í gegnum þetta í París forðum daga jú og svo eftir DEA árið hér.
Jæja ég kom hingað til að vinna, held að ég sé búin að kúðra því, kem bara á morgun og geri það sem ég ætlaði að gera í dag því eins og við vitum öll á er: Illu best skotið á frest ;-)
Ég er orðin áhyggjufull. Þannig er í pottinn búið að ég held að ég sé að verða full "útlensk".
Ég var að labba í skólann í morgun og eins og alla aðra daga þá mætti ég fullt af fólki með hunda í bandi. Ég tók fram úr einum gömlum karli með hund og gekk áfram og fór svo á endanum inn í bakarí að kaupa mér morgunmat sem er svo sem ekki í frásögu færandi. Nema hvað, þegar ég kem aftur út úr bakaríinu þá sé ég aftur þá félaga gamla karlinn og hundinn. Það sem gerir mig "útlenska" er að ég þekkti þá á hundinum en ekki karlinum!!!
Hversu ópersónulegur er hægt að vera og hversu auðvelt er að horfa í gegnum fólk? Og hvers vegna í ósköpunum horfi ég í gegnum fólk en á hunda??
Að vísu verð ég að viðurkenna að kannski er þetta ekkert "útlenskt" fyrirbæri, Íslendingar eru mjög svo framarlega í því að horfa í gegnum náungann, oftar en einu sinni hef ég lent í því að fólk ætlar hreinlega að ganga í gegnum mig á ýmsum stöðum í Reykjavík, og það hefur ekki einu sinni fyrir því að segja afsakið en hér í Frakklandi afsakar fólk sig ef það kemur aðeins inn á "manns persónulega svæði" þ.e. aðeins of nálægt manni.
Já á endanum er ég kannski orðin "útlensk" vegna þess að mér finnst Íslendingar ókurteisari en Frakkar.
Jæja þá í þetta sinnið
Ég er búin í þessu útvarpsviðtali. Því verður útvarpað á morgun eða í vikunni sagði karlinn mér. Jéremías minn segi ég bara, ég ætla ekki að hlusta á þetta en ef e-r heyri þá getur sá hinn sami skemmt sér við að telja hikorð, hérna, hér, sko, sem sagt......
Ég er og hef alltaf verið fremur málhölt, verð að fara að lifa með því bara.
Ég er eins og ég er og ekkert öðruvísi :-)
Góðan daginn
Ég byrjaði daginn eins og svo oft áður á því að lesa stjörnuspána mína. Ákvað í framhaldi að skrifa það sem hér fylgir:
Ég ætla að koma heim í desember og verð heima í rúman mánuð ef allt fer eins og planað er. Reykjavík er ekki borg þar sem auðvelt er að vera bíllaus og ég ætla hér með að auglýsa eftir mánaðarafnotum af bíl!!! Ef e-r sem þetta les veit um bíl sem hægt væri að fá afnot af frá 19. des til ca. 20. jan (fyrir lítinn pening en þó e-n) þá er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband við mig :-)
Þannig var það og nú er að sjá hvort e-ð er að marka stjörnuspár
Lífið er strax orðið skemmtilegra, fyrirlesturinn búinn og það var bara gaman að halda hann! Þetta hlýtur að þýða að afgangurinn á eftir að ganga ágætlega líka. Mér tekst að ljúka þessu öllu saman, ekki spurning :-)
Stressssssssssssskassssssssssst
Nú held ég að það fari að styttast í það að ég fari bara gjörsamlega yfirum, oft hef ég verið á barmi taugaáfallst en nú held ég að ég stígi yfir línuna bráðlega!! Það er bara of mikið að gera fyrir mig.
Fyrirlestur, viðtal, annar fyrirlestur, klára grein, ráðstefna hinum megin á hnettinum, halda jól, sigta sýni, undirbúa efnagreiningar, Hollandsferð, fara yfir efnagreiningar....... páskar, sumar, jól, leggja fyrir fyrir jarðaförinni og já þetta er bara svakalegt. Tíminn lýður svo hratt og það er eins og ég gleymi að nota hann.
Jæja farin að gera slökunaræfingar fyrir fyrirlesturinn sem fram fer núna á eftir
Hafið það gott öll sömul og ég hlakka til að sjá ykkur í desember, verð vonandi búin að róa mig niður þannig að þið hittið ekki bara e-a taugahrúgu!
"Í dag er sólskin og grimmdargaddur í henni Reykjavík, Esjan grá og fótgangendur bognir upp í norðangarrann með hendur á höfuðfötum og treflana flaxandi í suðuráttir" (Gamli, 11.17.06 - 1:50 pm) ((((bara svo ég verði örugglega ekki sökuð um ritstuld))).
Þetta finnst mér flott málsgrein, vildi að ég hefði tök á því að skrifa svona :-)
Ætli ég verði ekki bara að fara að taka karl föður minn aðeins meira mér til fyrirmyndar!
Ég var nú svo sem aldrei að hugsa um að hætta að blogga, bara draga úr e-u sem ég veit ekki alveg hvernig skal skilgreina en nóg um það.
Það er nóg að gera og verður nóg að gera fram til jóla, ráðstefna og fyrirlestur í Dijon í byrjun sept, klára eilífðar verkefnið sem hefur hangið yfir mér síðustu 3 árin, ráðstefna í USA um miðjan des og svo að kaupa jólagjafir, fara í jólaklippinguna og bara allt jólastússið. ´
Ég lét vita af því formlega að ég ætlaði að hleypa jólaskapinu inn 15. nóvember en vegna anna hef ég ekki haft það, það kemur bara um helgina vona ég!! Ég er búin að vera í skólanum frá 8-0.30 frá því á þriðjudaginn, sitjandi yfir þessu tæki sem stjórnar lífi mínu. Gaman saman ha... en ljósi punkturinn er sá að ég verð búin að greina ALLAR sneiðarnar sem fóru á DHL flipp í haust ef ég fæ tvo auka daga fyrir brottför!! og það væri sko klassi!
Jæja jæja, þetta voru bara ómerkilegar hugsanir og dagdraumar! Kveð að sinni
Ég var að átta mig á því í morgun að ég þjáist af athyglissýki.
Hún lýsir sér í ýmsu en hið nærtækasta dæmi er þetta blogg!! Hvers vegna skrifa ég hér á veraldarvefinn um ómerkilega hluti sem ég tek mér fyrir hendur? Ef ég er að þessu fyrir mig og engan nema mig þá gæti ég alveg eins skrifað í litla bók sem ég ein hef aðgang að. Þar gæti ég meira að segja skrifað mun fleira heldur en ég leifi mér að skrifa hér svo sögulegt gildi bókarinnar væri meira heldur en þessar yfirborðskenndu vangaveltur hér!
Ég ætla að fara að hugsa minn gang og reyna að losna við þessa sjúku sýki mína.
Jahérna hér ég held að ég sé ekki nógu heimspekilega þenkjandi til þess að halda áfram á þessum Nietzche nótum, lofa engu um áframhaldandi hugleiðingar :-)
Annars hef ég verið að lesa Leiðbeiningar í ástamálum fyrir ungar stúlkur og Leiðbeiningar í ástamálum fyrir karlmenn! Mjög áhugaverð lesning og það er aldrei að vita nema ég skelli nokkrum gullkornum hér inn.
Kyndingin komin í gang bæði heima og í skólanum þannig að klakabrynjan er farin að þynnast og sultardropinn að minnka. Þvílík hugdetta að stetja kyndinguna í gang á ákveðnum degi frekar en að fara eftir veðri!! Svona eru þeir undarlegir Frakkarnir en skemmtilegir um leið.
Kem heim eftir mánuð í mitt stysta stopp á skerinu, fer aftur rétt rúmum sólarhringi seinna. Hlakka samt til, er eiginlega komin með heimþrá.... en bara eiginlega :-)
Ég var e-ð að vesenast og eyða tímanum á netinu og rakst þá á þetta:
What if a demon were to creep after you one night, in your loneliest loneliness, and say, 'This life which you live must be lived by you once again and innumerable times more; and every pain and joy and thought and sigh must come again to you, all in the same sequence. The eternal hourglass will again and again be turned and you with it, dust of the dust!' Would you throw yourself down and gnash your teeth and curse that demon? Or would you answer, 'Never have I heard anything more divine'? -Nietzche
Fór að hugsa hvernig ég myndi haga mér ef ég lenti í þessu, það sorglega er að ég myndi ekki nenna að endurlifa líf mitt. Svo hélt ég áfram að hugsa, þarf það endilega að vera sorglegt að nenna ekki að endurlifa allt lífið? Ég hef gert margt skemmtilegt og ánægjulegt um ævina þó ég hafi kannski ekki alltaf verið ánægð með allt og oft viljað hafa hlutina öðruvísi. Í stuttu máli sagt, sama hversu ánægjulegt líf mitt hefur verið/ekki verið þá vil ég frekar upplifa nýja hluti en að fara í hringi og lifa aftur og aftur sömu ánægustundir og kvalir.
Ég vona að ég hitti aldrei þennan hræðilega demon ;-)
Halló og takk fyrir kveðjurnar í gær. Þetta var bara hinn ágætasti afmælisdagur, ég gerði nú ekkert merkilegt nema jú ég keypti mér afmælisgjöf. Fjárfesti í skrefamæli!!! Jamm nú fer ég að mæla hvað ég get hlaupið langt og um leið geri ég mér líklega grein fyrir því að þetta hálfmaraþon í mars er frekar mikil óskhyggja!! Sjáum til. Það eru enn fjórir mánuðir til stefnu.
Til að svara spurningum úr kommentunum í gær þá er það upp og ofan hvort það séu eldavélar í frönskum íbúðum. Í þeirri fyrstu sem ég var í (sem var nú meira andskotans hreysið) þar var ekki eldavél en tvær gashellur. Ég lifði sem sé af þarna og það var þar sem skrímslin voru í sturtunni. Sem betur fer eru hvorki skrímsli né köngulær í sturtunni í lúxusíbúðinni minni þetta árið (engar áhyggur Sara!!). Já svo ég haldi áfram að svara fyrstu spurningunni þá var eldavél í íbúð númer tvö og þar var ískápur líka. Þetta árið var bara ekkert, enginn ískápur og engin eldavél. Meðleigjandinn átti ískáp þannig að ég þurfti ekki að fjárfesta í slíku en..... á næsta ári fer hún nú líklega í burtu þannig að á næsta ári verð ég kannski að finna mér ískáp!!! Fjör.
Þannig er það.
Í dag er frídagur í Frakklandi, það er dagur hinna dauðu, eins gott að halda hann heilagan til þess að styggja engan!
Ég ætla nú samt að vinna svolítið, ætla ekkert að gera á morgun nema fara í IKEA, það verður nú mikil gleði :-)