Bergrún
laugardagur, nóvember 25, 2006
 
Alltaf klikka ég á jólunum.

Ár eftir ár er ég í útlöndum á aðventunni. Ég held alltaf að ég lifi af án jólalaga en jafnoft hef ég komist að því að þau eru ómissandi. Í fyrra reddaðist allt vegna þess að ég gat hlustað á jólaútvarpið og Létt þar sem voru eingöngu spiluð jólalög. Nú er e-ð klikk í gangi og ég get ekki hlustað á þessar jólarásir, veit ekki hvað er að tölvunni minni en e-ð er það.

Ég verð sem sé bara að vona að ég hitti á jólalag á Rás tvö við og við og syngja bara í huganum. En ef e-r á jólalög (svona jólastuð jólajólalög) á skrám sem hægt er að senda í tölvupósti eða e-ð þá er ég tilbúin að taka við slíku (verður maður kannski handtekinn fyrir að biðja um svona greiða??)

Hvað fleira, ég varð barasta reið áðan, er búin að jafna mig núna en það er langt síðan ég hef orðið reið. Var bara næstum búin að gleyma tilfinningunni. Ég ætla nú samt ekki að fara að útskýra ástæðuna (hún er full lítilfjörleg því miður).

Annars er ég að fara í matarboð til tveggja Tyrkja sem eru hér í skólanum, þeir eru að halda kveðjupartý fyrir annan þeirra og ég sem er nýbúin að kynnast honum, týpískt alveg. Þetta sem var hinn skemmtilegasti gaur, jæja þetta er bara lífið í útlandinu, loksins þegar maður hittir áhugavert fólk þá hverfur það. Veit ekki hvað ég fór oft í gegnum þetta í París forðum daga jú og svo eftir DEA árið hér.

Jæja ég kom hingað til að vinna, held að ég sé búin að kúðra því, kem bara á morgun og geri það sem ég ætlaði að gera í dag því eins og við vitum öll á er: Illu best skotið á frest ;-)
 
Comments: Skrifa ummæli
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com