Jæja þá í þetta sinnið
Ég er búin í þessu útvarpsviðtali. Því verður útvarpað á morgun eða í vikunni sagði karlinn mér. Jéremías minn segi ég bara, ég ætla ekki að hlusta á þetta en ef e-r heyri þá getur sá hinn sami skemmt sér við að telja hikorð, hérna, hér, sko, sem sagt......
Ég er og hef alltaf verið fremur málhölt, verð að fara að lifa með því bara.
Ég er eins og ég er og ekkert öðruvísi :-)