Sumir dagar!
...eru betri en aðrir, og það var ekki einn þeirra í dag.
Annars þykir mér leiðinlegt að lesa niðurdrepandi blogg þannig að ég ætla að reyna að komast hjá slíkum skrifum.
Enn eitt skammastrikið komið í kladdann, það hlýtur að vera kvóti á slíku svo greinilegt er að ég fer að hætta þessu fljótlega.
Bara ég myndi læra af þessum mistökum mínum, hingað til hef ég ekki gert of mikið af því.
Skrifa næst þegar e-ð skemmtilegt hefur gerst.
Tja annars var mjög gaman í tyrkneska matarboðinu, langt síðan ég hef hlegið svona mikið og innilega.