Tilraunastarfsemi
Ég er í miklum tilraunum þessa dagana. Er að athuga hver áhrif þess eru að borða kíló af döðlum á knöppum tíma (nokkrum dögum þó). Svo er ég að athuga líka hvað gerist við það að setja ólívuolíu í hárið.
Báðar tilraunir gefa fremur neikvæðar niðurstöður en ég ætla ekki að gefast upp, ætla að athuga langtímaáhrifin.