Bergrún
Jólin að mestu yfirstaðin og áramótin nálgast óðfluga.
Ég hef sjaldan verið jafn löt, hef ekki gert handtak síðan 9. desember. Nú er því ekki seinna vænna að hefjast handa ef árið á að kveðja með sóma og Þjóðarbókhlaðan tók vel á móti mér með þráðlausu neti og herlegheitum. Hér hlýt ég að hafa að koma miklu í verk, finn gamla takta frá því í HÍ og rumpa því af sem hefði þurft að klára fyrir jólin.
Ég er sem sé kominn í þann fasann að betra er seint en aldrei, og hef sagt skilið við þann sem hefur strjórnað lífi mínu síðustu misserin eða að af illu sé best skotið á frest.
Já og hvernig er best að hefjast handa....nú auðvitað með bloggi og msn hahaha, ég á bágt :-)
Kæru vinir og kunningjar
Þetta árið var framtaksemin í lágmarki og engin jólakort voru send. Úr því verður bætt á næsta ári og ég vona bara að batnandi manni sé best að lifa!
Ég óska ykkur öllum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári og hlakka til að sjá ykkur öll sem fyrst.
Mig dreymir um tann dag tegar eg get haett fullkomlega ad skipta vid Icelandair. Er samt ekki tilbuin til tess ad leggja a mig helmingi lengri ferdalog til ad fordast tetta drullufelag svo kannksi a eg ekkert ad vera ad tja mig um tetta. Sit strand i Boston og naesta vel fer ekki fyrr en eftir 24 tima..... eg hef tau grunud um ad vita vel ad svona faeri en samt var ekkert sagt og vid mattum dusa a flugvellinum i sjo ja sjo klukkutima og letu okkur svo a hotel med einungis reykingarherbergjum. Eg er sko mest i skapi til ad gera eg veit varla hvad, held nu samt ad best se ad segja sem minnst her. Fer bara ad sofa til ad vera vel undirbuin undir slaginn ad koma ser heim a morgun. Loka setning tessa bloggs verdur, hvilik hormung ad vera uppa skitafelag komin, ef e-r veit hvert eg get farid med eggjabakkann tegar eg kem heim ta endilega latid mig vita.
Komin heim frá sinnepsborginni miklu (með eina krukku af sinnepi).
Lifði fyrirlesturinn af en fór í gegnum hann titrandi og skjálfandi (já ég er alveg að fara að skrá mig á e-ð framsögunámskeið).
Borðaði ljómandi góða snigla sem ætluðu sér svo að skríða upp úr mér um nóttina.
Komin með lokaleiðréttingar á greininni endalausu og vonast til að hafa að ljúka við þær á föstudag.
Örgreinirinn bíður mín, við munum líklegast skemmta okkur vel saman næstu tvo dagana, æpum til skiptis hvort á annað, bíbb bíbb bíbbbbbbb bíííííb. Anda inn anda út......
Jæja þá held ég að ég sé bara farin í "afnetun"
Fer á morgun til Dijon sem verður hin besta tilbreyting og kem aftur hingað heim til Clermont á þriðjudagskvöldið. Miðvikudagur og fimmtudagur munu svo vera vel notaðir í örgreininum. Föstudagurinn fer í lokaundirbúning fyrir San Francisco ferð og heimkomu og laugardagurinn verður svo ferðadagur.
Ég er búin að ákveða að skilja öll fötin mín eftir hér í Frakklandi, þannig neyðist ég til að versla í Ameríku :-) Ætla að reyna að halda uppi merkjum verslunaróðra Íslendinga í útlöndum.
Ég fór í leikhús í Frakklandi í fyrsta skipti í gær. Var aðeins áhyggjufull áður en við fórum að ég myndi ekki skilja nógu vel og þar sem verkið var 4 tíma langt óttaðist ég jafnvel að sofna. Svo fór nú ekki. Þetta var mjög skemmtilegt verk, mikill söguþráður og flókinn en ég skildi bara allt sem þurfti að skilja og skemmti mér konunglega. Jafnvel þó þetta hafi verið kanadískur leikhópur og það voru leikarar þarna sem voru með MJÖG sterkan kanadískan hreim, jafnvel sú franska sem fór með mér sagði að hún hefði þurft að einbeita sér til að skilja hana.
Og svo kem ég heim eftir viku og einn dag.
Jólakvöld hjá BJK corporation í kvöld!! Fyrir þá sem ekki skilja þá eru það við stöllur sem leigjum saman.