Ég fór í leikhús í Frakklandi í fyrsta skipti í gær. Var aðeins áhyggjufull áður en við fórum að ég myndi ekki skilja nógu vel og þar sem verkið var 4 tíma langt óttaðist ég jafnvel að sofna. Svo fór nú ekki. Þetta var mjög skemmtilegt verk, mikill söguþráður og flókinn en ég skildi bara allt sem þurfti að skilja og skemmti mér konunglega. Jafnvel þó þetta hafi verið kanadískur leikhópur og það voru leikarar þarna sem voru með MJÖG sterkan kanadískan hreim, jafnvel sú franska sem fór með mér sagði að hún hefði þurft að einbeita sér til að skilja hana.
Og svo kem ég heim eftir viku og einn dag.
Jólakvöld hjá BJK corporation í kvöld!! Fyrir þá sem ekki skilja þá eru það við stöllur sem leigjum saman.