Jæja þá held ég að ég sé bara farin í "afnetun"
Fer á morgun til Dijon sem verður hin besta tilbreyting og kem aftur hingað heim til Clermont á þriðjudagskvöldið. Miðvikudagur og fimmtudagur munu svo vera vel notaðir í örgreininum. Föstudagurinn fer í lokaundirbúning fyrir San Francisco ferð og heimkomu og laugardagurinn verður svo ferðadagur.
Ég er búin að ákveða að skilja öll fötin mín eftir hér í Frakklandi, þannig neyðist ég til að versla í Ameríku :-) Ætla að reyna að halda uppi merkjum verslunaróðra Íslendinga í útlöndum.