Jólin að mestu yfirstaðin og áramótin nálgast óðfluga.
Ég hef sjaldan verið jafn löt, hef ekki gert handtak síðan 9. desember. Nú er því ekki seinna vænna að hefjast handa ef árið á að kveðja með sóma og Þjóðarbókhlaðan tók vel á móti mér með þráðlausu neti og herlegheitum. Hér hlýt ég að hafa að koma miklu í verk, finn gamla takta frá því í HÍ og rumpa því af sem hefði þurft að klára fyrir jólin.
Ég er sem sé kominn í þann fasann að betra er seint en aldrei, og hef sagt skilið við þann sem hefur strjórnað lífi mínu síðustu misserin eða að af illu sé best skotið á frest.
Já og hvernig er best að hefjast handa....nú auðvitað með bloggi og msn hahaha, ég á bágt :-)