Komin heim frá sinnepsborginni miklu (með eina krukku af sinnepi).
Lifði fyrirlesturinn af en fór í gegnum hann titrandi og skjálfandi (já ég er alveg að fara að skrá mig á e-ð framsögunámskeið).
Borðaði ljómandi góða snigla sem ætluðu sér svo að skríða upp úr mér um nóttina.
Komin með lokaleiðréttingar á greininni endalausu og vonast til að hafa að ljúka við þær á föstudag.
Örgreinirinn bíður mín, við munum líklegast skemmta okkur vel saman næstu tvo dagana, æpum til skiptis hvort á annað, bíbb bíbb bíbbbbbbb bíííííb. Anda inn anda út......