Bergrún
miðvikudagur, janúar 31, 2007
 
Slæmar fréttir

Ég missi af leiknum á morgun.... verð að próba.

Svei mér ef ég fórna ekki fleiru en gott þykir fyrir þessi "vísindi".
 
þriðjudagur, janúar 30, 2007
 
ÆÆÆÆ

Þetta var sárt tap!

Í blíðu og stríðu, þeir eru flottastir þessir strákar, nú stefnum við bara á 5 sætið!

Áfram Ísland
 
mánudagur, janúar 29, 2007
 
Góðan daginn gott fólk

Komin til Frakklands og búin að finna ullarpeysurnar mínar og sængurnar tvær aftur. Allt eins og það á að vera og ekkert hefur breyst, undarlegt hvað hlutirnir eru stöðugir e-ð.

Segi jafnvel fréttir þegar e-ð verður að frétta......
 
föstudagur, janúar 26, 2007
 
26. janúar 2007
Ísland í öðru sæti í milliriðli I á HM í Þýskalandi, snjórinn farinn úr Reykjavík og rigningin tekin við, litli hvíti bílaleigubíllinn kominn aftur heim til sín á Hertz, ferðataskan opin á Reynimelnum og ég sit einbeitingarlaus fyrir framan tölvuna í Öskju.

Frekar tilgangslaus dagur þar sem ég nenni ekki að byrja á neinu, finnst ekki taka því þar sem ég er að fara á morgun. Ég er farin að hlakka til, það verður gott að setjast á skrifstofuna í Frakklandi með græjuna mína fyrir tölvuna og hætta að fá illt í axlirnar. Gott að rifja upp frönskuna og spjalla við stelpurnar sem ég leigi með. Gott að fá sér baguette og almennilegan ost. Gott að ganga um í logni á hverjum degi. Gott að losna við íslenska brjálæðið þó ég sakni þess nú oftast fljótt aftur. Gott að losna við alla morðþættina í sjónvarpinu sem ég ræð ekki við að slökkva á. Gott að kaupa ódýran mat á ný.

Þrátt fyrir þetta þá er ýmislegt gott við Ísland líka, helst af öllu vildi ég geta sameinað þessa tvo staði. Eða í það minnsta haft þá aðeins nær hvor öðrum þannig að hægt væri að njóta þess besta frá báðum stöðum samtímis. Hver veit, kannski ég eignist einkaþotu fyrir slysni einhvern næstu daga....

Er að verða búin að kveðja þá sem kvaddir verða, síðasti skiplagði "hittingurinn" núna eftir 30 mínútur. Hinir sem ekki verða kvaddir verða bara kvaddir næst því það er jú nóg af ferðum framundan :-)

Endilega kíkið nú í heimsókn, komið og sjáið hina frönsku paradís sem togar í mig og kvelur til skiptis.
 
miðvikudagur, janúar 24, 2007
 
Jæja þá er Klakinn að losna úr klakaböndunum og ég tel tímabært að hverfa á kaldari slóðir (já það er farið að snjóa í Clermont hef ég heyrt).

Ég er búin að hafa það gott á Íslandi og hef séð töluvert af vinum og vandamönnum þó það mætti alltaf vera meira. Undarlegt hvað verður um tímann, hvað hann hverfur frá manni án þess að maður geri sér grein fyrir því. Ætli það sé ekki bara rétt að hann hverfi þegar manni lýður vel og "is having fun"

Ég hef notað tímann hér til þess að hugsa og hugsa og hugsa meira, koma mér í vandræði og úr þeim aftur (vona ég), aðeins hef ég mjakað verkefninu mínu áfram en það sem stendur upp úr þessari dvöl hér eru samt þessar hugsanir!!! Best að útskýra þær aðeins frekar.

Ég hef sem sé verið að gera mér grein fyrir því að til þess að geta unnið að markmiðum og verið sáttur við sjálfan sig þá þarf maður að vita hvað maður vill! Öðruvísi getur maður ekki stefnt í rétta átt. Ég hef verið fremur villuráfandi síðustu misserin en tel það stórt skref að vera búin að átta mig á þessu. Ég er ekki enn búin að finna út hvað ég vil en ég er sem sé farin að hugsa aðeins um það og velta fyrir mér. Ég er að reyna að skrifa niður 10 atriði sem ég vil en það gengur brösulega, ég er ekki búin að setja eitt einasta niður á blað, er bara að velta þessu fyrir mér enn. Það kemur þó að því að ég skrifa þetta niður og þá get ég byrjað að vinna í því að taka ákveðna stefnu í lífinu. Já þið skiljið kannski ekki hvað ég er að fara en það skiptir kannski ekki máli, ég er bara aðeins að taka til hjá sjálfri mér.

Já svoleiðis er nú það, öll kvöld og hádegi upppöntuð fram að brottför. Fer héðan á laugardagsmorgun með sól í hjarta og bros á vör......og mæti svo eftir tvo mánuði aftur í íslenska páskahretið :-)
 
mánudagur, janúar 15, 2007
 
Ófarir annarra eru svo skemmtilegar :-)

Ég er mjög ánægð með snjóinn og að fá smá vetrarfíling áður en ég sný aftur til Clermont í hlýjuna þar. Ég verð nú samt að viðurkenna að ég er ekki mjög góður ökumaður í snjónum og lenti í því á laugardagsmorguninn að festa mig næstum því á bílastæðinu fyrir utan hjá mér. Ég var á algjörum kagga, en þakkaði mínum sæla fyrir að hafa þó verið á fólksbíl þegar ég "lenti" í þessu (kom mér ekkert í þetta sjálf)en ekki á Siggalitlaslyddujeppa, það hefði verið skammarlegt sko. Jæja ég bara bakkaði smá og kom mér út úr "festunni" af sjálfsdáðum og ákvað þar með að líklega væri ég efnilegur snjóökumaður.

Svo er ég búin að hlægja dátt að nokkrum bílum sem hafa lent í því sama á bílastæðinu, þetta er greinilega "trikkí" staður!

Í gær var ég svo e-ð að vaka fram eftir og spjalla þegar ég heyrði e-r spólhljóð fyrir utan. Ég auðvitað bara hló að þessu og sagði við meðleigjandann að nú væri e-r búinn að festa sig eina ferðina enn. Hún hljóp út í glugga og vitiði bara hvað? Þarna í götunni var stór alvöru vörubíll fastur í snjónum!! Talandi um skömm, hann komst bara hvorki aftur á bak né áfram. Eins gott að hann var þarna á ferð um hánótt, annars held ég að honum hefði bara verið sagt upp á staðnum. Við hlógum og hlógum að grey manninum.

Ég skil þetta samt ekki enn, bílinn hlýtur að hafa verið bilaður!
 
miðvikudagur, janúar 10, 2007
 
Góðan daginn gott fólk

Ég er voðalega þreytt þessa dagana. Eiginlega bara á morgnanna, dagarnir sjálfir eru fínir svona þegar ég hef komið mér fram úr. Nú hef ég verið að velta því fyrir mér hvað veldur og hugsanlega eru það mínar ævintýralegu nætur sem koma þarna að máli.

Um daginn var ég til dæmis að missa af flugvél í Afríku, gleymdi vegabréfinu mínu í öðru Afríkuríki og þurfti að bruna yfir landamæri og fleira til þess að redda málunum. Náði þó flugvélinni að lokum. Næstu nótt mátti ég þola það að sjá góðvinkonu mína kaupa sér herfilega ljóta bleika skó og tók það töluvert á. Í nótt var ég svo á hörkuísbjarnaveiðum. Ótrúlega seigir þessir ísbirnir skal ég segja ykkur en best er að láta það fylgja sögunni að enginn ísbjörn skaddaðist svo óþarfi er að láta yfirvöld vita af þessu.

Já það er sko nóg að gera nótt og dag.
 
þriðjudagur, janúar 09, 2007
 
Mér sýnist Mark Twain vera sammála mér, eða ætli ég sé kannski ekki frekar sammála honum, hann var víst á undan mér... Sá þetta áðan og ég held svei mér að þetta sé bara það sama og ég var að reyna að skrifa í gær:

All you need in this life is ignorance and confidence; then success is sure.-Mark Twain

"Ignorum" vandamálin og höfum "confidence" á því sem við gerum og þá gengur okkur vel, ég ætla ekki að "kommenta" á hverslags "success" við öðlumst, ætli það fari ekki eftir því hvar við viljum öðlast "success"

Þá er hún komin þessi enskuskotna færsla.
 
mánudagur, janúar 08, 2007
 
Bloggedí bloggedí blogg blogg blogg

Nýtt ár, ný vika, nýjar hugsanir

Hugurinn ber þig hálfa leið og hvað ber þig hinn helminginn? held það skipti ekki máli, er að komast á þá skoðun (eða láta sannfæra mig um að láta á það reyna) að best sé að vera ekkert að spá í því hvernig vandamálin leysast, trúa bara á að þau leysist, eða jafnvel séu bara ekkert til. Held að það hafi ekkert upp á sig að velta sér upp úr vonleysi og vandamálum, hver nennir því svo sem? Hvað er gaman að slíku? Ekki ég, ekki ég.....

Þar hafið þið það

Búin að kaupa mér flugmiða út 27. janúar og heim þann 23. mars, kem þá heim í eins og vikutíma. Á eftir að finna mér miða út aftur fyrir páskana, ætla samt að vera úti þá, miklu skemmtilegra að vera þar sem allt er opið á föstudaginn langa :-)

Höfum það ekki lengra
 
föstudagur, janúar 05, 2007
 
Ég var beðin um að blogga, blogga um hvað? Það fylgdi ekki sögunni, bara blogga.

Mér finnst orðið "skérí" að skrifa hér, kemur þetta manni í koll? Má ég skrifa allt? Allir geta lesið þetta, tja ég ætti ekki að hafa áhyggjur, ég segi ekki frá neinu merkilegu svo ég ætla ekki að vera að láta þetta hræða mig meir! Skrifa bara það sem ég vil eins og ég vil og ekki orð um það meir.

Komið blogg :-)

Já og gleðilegt ár allir saman, njótið nú næst síðasta dags jólanna
 
Vangaveltur



Um víða veröld
Abbó fólkið
Frænkurnar
Helga frænka
Lilja Bjarklind
Ólafía
Ólafía og Bjössi
Sóley
Björk
Steindrekinn

Smáfólk
Álfrún Inga
Melkorka Kristín Jónsdóttir
Benedikt Einar
Tómas Helgi
Kristófer Óli
Símon Karl

Ýmislegt
Wikipedia

Gömul skrif
07/01/2003 - 08/01/2003 / 08/01/2003 - 09/01/2003 / 10/01/2003 - 11/01/2003 / 11/01/2003 - 12/01/2003 / 12/01/2003 - 01/01/2004 / 01/01/2004 - 02/01/2004 / 02/01/2004 - 03/01/2004 / 03/01/2004 - 04/01/2004 / 04/01/2004 - 05/01/2004 / 05/01/2004 - 06/01/2004 / 06/01/2004 - 07/01/2004 / 07/01/2004 - 08/01/2004 / 01/01/2005 - 02/01/2005 / 02/01/2005 - 03/01/2005 / 03/01/2005 - 04/01/2005 / 04/01/2005 - 05/01/2005 / 08/01/2005 - 09/01/2005 / 09/01/2005 - 10/01/2005 / 10/01/2005 - 11/01/2005 / 11/01/2005 - 12/01/2005 / 12/01/2005 - 01/01/2006 / 01/01/2006 - 02/01/2006 / 02/01/2006 - 03/01/2006 / 03/01/2006 - 04/01/2006 / 04/01/2006 - 05/01/2006 / 05/01/2006 - 06/01/2006 / 06/01/2006 - 07/01/2006 / 07/01/2006 - 08/01/2006 / 08/01/2006 - 09/01/2006 / 09/01/2006 - 10/01/2006 / 10/01/2006 - 11/01/2006 / 11/01/2006 - 12/01/2006 / 12/01/2006 - 01/01/2007 / 01/01/2007 - 02/01/2007 / 02/01/2007 - 03/01/2007 / 03/01/2007 - 04/01/2007 / 04/01/2007 - 05/01/2007 / 05/01/2007 - 06/01/2007 / 06/01/2007 - 07/01/2007 / 08/01/2007 - 09/01/2007 / 09/01/2007 - 10/01/2007 / 10/01/2007 - 11/01/2007 / 11/01/2007 - 12/01/2007 / 12/01/2007 - 01/01/2008 / 01/01/2008 - 02/01/2008 / 02/01/2008 - 03/01/2008 / 03/01/2008 - 04/01/2008 / 04/01/2008 - 05/01/2008 / 05/01/2008 - 06/01/2008 / 06/01/2008 - 07/01/2008 / 10/01/2008 - 11/01/2008 / 12/01/2008 - 01/01/2009 /


Powered by Blogger Weblog Commenting and Trackback by HaloScan.com