Bergrún
Já það er ýmist í ökla eða eyra.
Sko, ég fékk yfir mig letikast og fór að lesa gamlar færslur á blogginu mínu. Fékk hláturskast við þá iðju því ég skrifa NÁKVÆMLEGA það sama aftur og aftur og aftur og aftur. Talandi um að tíminn gangi í hring. Ég var líka að krókna þegar það var slökkt á kyndingunni síðasta vor..... Já þessi síða er uppfull af einskisnýtum endurteknum og endurunnum hugsunum.
Annars held ég að tíminn myndi frekar spíral en hring. Er því vonandi komin ögn hærra en ég var síðasta vor þegar ég kvartaði undan vorkuldanum innandyra.
Já þá held ég að vorið sé bara að sigla inn hér í Frakklandi. Það er farið að hlýna og sólin að skína þó svo að það komi úrhellisrigningar inn á milli. Il pleut des cordes eins og Frakkarnir segja en þetta mætti þýða lauslega þannig að það rigni tja köðlum....
Þó svo það sé farið að hlýna úti við þá hefur hitastigið í íbúðinni minni lækkað allverulega. Með auknum lofthita eykst nefninlega sparnaður Frakkanna sem deila íbúðinni með mér. Jafnvel þó hitinn fari enn jafnvel niður í frostmark yfir nóttina er búið að slökkva á kyndingunni hjá okkur. Þið hugsið nú kannski með ykkur hvaða gufa ég er að láta þetta yfir mig ganga, en sannleikurinn er sá að þrátt fyrir kvart og kvein og gnístan tanna þá kemur þessi sparnaður sér ágætlega :-) svo er ég lítið sem ekkert heima, sit bara í skólanum í upphituðu húsi.
Eitt fer nú samt í taugarnar á mér og meðleigjendunum líka en það er að heita vatnið er orðið mun kaldara núna eftir að kyndingin er horfin. Þetta hefur það í för með sér að við erum farnar að sjóða vatn í eldhúsinu til að velgja baðvatnið. Já ég er greinilega horfin aftur til fortíðar, lengra aftur en ég hef nokkru sinni farið áður.
Hæ hó hæ hó
Ég er ekkert í bloggstraffi! Hef haft svoooo mikið og margt að gera og búin að eiga dásemdarviku í ferðalögum og lítilli tölvuvinnu :-) Það er sem sé búið að vera gestagangur.
Byrjaði um síðustu helgi þegar það kom hópur af fólki í heimsókn, Frakki, Tékki og tveir Japanir. Hörkufjör.
Svo á mánudag mætti vikugesturinn og til þess að sýna smá gestrisni þá vann ég bara fram að hádegi síðustu vikuna og meira að segja ekki neitt á föstudaginn var.... Við leigðum bíl og fórum í göngutúr um fjöllin hér, skoðuðum lítil þorp hér í nágrenninu og enduðum svo í París um helgina.
Mér finnst París frábær borg og þó svo að ég hafi sagt að ég væri ekki til í að búa þar aftur þá held ég að nú sé tími kominn til að skipta um skoðun. Ég væri barasta alveg til í að búa þarna aftur í e-n tíma. Maður er aldrei einn í stórborginni þrátt fyrir að það séu víst þeir staðir þar sem einsemdin getur verið mest hmmm djúp pæling þarna.... Eitt samt slæmt við þennan annars ágæta stað, verðlagið er algjörlega "út úr kú". Kaffibollin þarna kostar 2,40 á meðan hann kostar 1,20 annars staðar í landinu (mjög gróf verðkönnun).
Ég komst sem sé að því að Odeon, St Michel, Notre Dame, Eiffel turninn, Bastillan, Signa, Pantheon, Invalides og Sacré Coeur eru enn á sínum stað þrátt fyrir að það sé búið að breyta nafninu á einni metróstöð. En ég get ekki svarið fyrir það að Sigurboginn sé þar sem hann hefur verið síðustu áratugina þar sem ég kíkti ekki á hann.
Nú tekur við vinna og meiri vinna, kominn tími til að skoða þær niðurstöður sem ég hef verið að sanka að mér síðustu mánuðina. Ég ætla mér stóra hluti næsta mánuðinn og svo hlakka ég til að koma heim og jafvel eyða páskum á Íslandi, langt síðan það hefur gerst (þó líklega ekki meira en 1-2 ár, hvað ætli ég muni hvar er hef verið).
Ég held að augun í mér séu að verða að sveskjum.
Þessa þróun tel ég afleiðing of mikillar tölvunotkunar. Ég sit við tölvuna allan daginn og það getur ekki verið holt. Veit varla hvernig heimurinn lítur út, er farin að sjá hlutina fyrir mér sem exeltöflur. Stórar blokkir eru ekki lengur á hæðum heldur sé ég þær sem "columns og rows".
Aftur að sveskjuþróun augna minna, ég fór í apótekið (var næstum búin að skrifa bakaríið, veit ekki alveg hvaða brenglun þetta er að vilja hugsa um apótek sem bakarí...) og keypti mér gervitár. Ég veit ekkert hvort það hjálpar eða ekki, veit ekki heldur hvort það er sniðugt að demba þessum vökva í augun í gríð og erg. Kannski e-r geti frætt mig um það?
Hér er vindur og 10 stiga hiti. Ég er ekki viss um að það sé eðlilegt fyrir febrúarmánuð í miðju Frakklands en það sjokkerar mig þó ekkert stórkostlega.
Komin heim frá Hollandi en þar var gott að vera og skemmtilegt. Ég sá heilan helling og upplifði fullt af nýjum hlutum. Hafði gott af því.
Fékk illt í hjartað við að rölta um Rauðahverfið. Stelpuangar standandi í búðargluggum eins og hver önnur söluvara og hópur fólks (þar á meðal ég sjálf) sprangandi um fyrir utan að virða fyrir sér varninginn (sumir af mun meiri ákafa en aðrir þó). Eiginlega vona ég að gluggarnir hjá þeim séu þannig að það sjáist inn til þeirra en að þær sjái ekki út, það hlýtur að vera ömurlegt að standa þarna á bás. Ætli þetta sé samt ekki skárra en að hanga úti á e-u götuhorninu króknandi úr kulda og þurfa að heyra ömurlegar athugasemdir þeirra sem ganga hjá og líta hjá niðrandi augnaráði. Hvað verður eiginlega til þess að þessar stelpur láta hafa sig út í þetta?
Breiðavík og Byrgið
Hræðileg mál í alla staði, vonandi verður gengið almennilega í frágang þeirra sem fyrst.
Las áðan pistla þar sem rætt var um Kastljósþætti síðustu kvölda. Þar var kona sem vildi meina að allt sjónvarpsefni væri afþreying og því ætti þessi umræða ekki heima í sjónvarpi. Ég er nú ekki alveg sammála henni þó ég skilji nú alveg hvað hún er að meina. Ætli við, sem upplýst fullorðið fólk, verðum ekki bara að kunna að aðskilja afþreyingarhlutverk sjónvarpsins og fjölmiðilshlut þess. Kannski ráða ekki allir við það?
Ég er búin að sjá tvær bíómyndir um stríðið í Rowanda, Hotel Rowanda og Shooting dogs, einnig las ég bók um jólin þar sem kona segir frá því hvernig hún lifði stríðið af og núna í síðustu viku sá ég stuttmynd um sama efni. Ég verð að viðurkenna að ég mundi ekkert eftir þessu stríði áður en ég sá þessar myndir og las bókina, jafnvel þó að ég hafi átt að vera komin nokkuð til vits á þeim tíma, og var það eitt af því sem snerti mig þó nokkuð, ég fékk hálfpartinn samviskubit. Og samviskubitið hélt eiginlega áfram og ágerðist þegar ég áttaði mig á því að þetta stríð og öll þjáning fólksins í Rowanda var (og er) mér í rauninni ekkert annað en afþreying.
Hvað þýðir þetta eiginlega? Er ég vond manneskja? Ég held nú ekki og vona ekki, vona að þessi afþreying hafi orðið til þess að vekja mig til umhugsunar og að hún hafi þar með skilað hlutverki sínu. Þrátt fyrir það aðhefst ég ekkert í dag þó ég heyri fréttir utan úr heimi þar sem talað eru um þjóðarmorð og aðrar hörmungar, það bjargar litlu og bætir heiminn ekkert þó ég hugsi um þetta á "rándýru" hótelherbergi með tölvuna í fanginu og hrúgu af sælgæti í kringum mig.....
Líklegast tek ég á þessu eins og langsamlega flestir, hlusta á fréttirnar um leið og ég borða kvöldmatinn og gleymi þessu svo öllu við uppvaskið, fer að hugsa um e-ð annað og skemmtilegra. Það er bara ómögulegt að taka þjáningar heimsins inn á sig en þó verðum við að sýna náunganum samkennd....og ég er í algjörum vandræðum að loka þessari vangaveltu minni, finnst e-n vegin eins og ég komi alltaf illa frá henni. Hugsa að það besta væri að "publisha" þessu ekki en ætla nú samt að gera það og hætti nákvæmlega hér......
Eru fréttir af þjáningum annarra afþreying eða upplýsingar???
Utrecht, Hollandi
Þá er ég búin að upplifa fyrstu klukkustundirnar í Hollandi. Þær lofa góðu og til að segja alveg satt þá væri ég meira en til í að búa hér í e-n tíma. Þessi borg er bara alveg frábær í alla staði sýnist mér. En.... það er ekki til fullkominn staður, helsti galli borgarinnar er að ég er gjörsamlega áttavilt hér. Kannski óréttlátt að kenna borginni um það en samt.... ég er því alvön að vera áttavillt svona til að byrja með en vanalega eftir smá rölt þá svona fær maður ákveðna tilfinningu fyrir hlutunum. Það var ekki að gerast hér. Það eru síki og kanalar um allt og litlar og sætar búðir meðfram þeim öllum og ég bara vissi ekkert í hvaða átt ég var að labba, aldrei. Komst nú samt á hótelið aftur og sit hér með þráðlausa netið á hótelherberginu og bíð eftir að komast aftur út, ætla að reyna að þræða mig aftur til baka í miðbæinn til að sjá Blood diamond myndina.
En aftur að upplifunum dagsins. Það helsta sem maður tekur eftir hér er hjólamenningin. Hjólafólkið rennur hér áfram eins og staumhörð á. Ég var skíthrædd um að verða fyrir hjólamanni, og þá ekkert endilega bara einum, því það eru bara heilu og hálfu fjölskyldurnar saman á einu hjóli hér. Frábært samgöngutæki! Ég held að krakkarnir hér séu ekki einu sinni orðnir eins árs þegar þeim er skellt upp á stírið á hjóli foreldranna. Varla farin að halda haus svei mér..... Tja kannski er ég að gera aðeins of mikið úr hlutunum núna.
Jæja kannski verð ég fyrir e-i áhugaverðri lífsreynslu á morgun eða næstu daga. Aldrei að vita nema ég deili henni með ykkur.
Góðan daginn
Sár endir á góðu móti. Ég er þó mjög sátt með ágangurinn, finnst áttunda sætið flott.
Áfram áfram í blíðu og stríðu.
Nýr hugbúnaður, lengri tími, meira stress.... í bili
Búin í dag og búin á því, ótrúlegt hvað maður verður þreyttur á að sitja á rassinum og horfa út í loftið. Nú þarf ég ekki lengur að hlusta á bíbb bíbbb bíbbbbb allan daginn þegar ég er að próba heldur heyrast kirkjuklukkur þegar greiningin er búin.... ég veit varla hvort er betra, ég held ég eigi alltaf eftir að tengja kirkjuklukkur við örgreini héðan í frá.
Annars lítið í fréttum, Amsterdam á mánudaginn er helsta tilhlökkunarefni þessa dagana. Ég mun dvelja um vikutíma í Hollandi, kem svo heim og hef viku til að hlakka til heimsóknarinnar sem ég er að fá. Gaman þegar fólk sýnir lit og kemur í heimsókn. Hlakka til.
Farin heim að sjóða pasta mmmmmm