Ég held að augun í mér séu að verða að sveskjum.
Þessa þróun tel ég afleiðing of mikillar tölvunotkunar. Ég sit við tölvuna allan daginn og það getur ekki verið holt. Veit varla hvernig heimurinn lítur út, er farin að sjá hlutina fyrir mér sem exeltöflur. Stórar blokkir eru ekki lengur á hæðum heldur sé ég þær sem "columns og rows".
Aftur að sveskjuþróun augna minna, ég fór í apótekið (var næstum búin að skrifa bakaríið, veit ekki alveg hvaða brenglun þetta er að vilja hugsa um apótek sem bakarí...) og keypti mér gervitár. Ég veit ekkert hvort það hjálpar eða ekki, veit ekki heldur hvort það er sniðugt að demba þessum vökva í augun í gríð og erg. Kannski e-r geti frætt mig um það?