Hæ hó hæ hó
Ég er ekkert í bloggstraffi! Hef haft svoooo mikið og margt að gera og búin að eiga dásemdarviku í ferðalögum og lítilli tölvuvinnu :-) Það er sem sé búið að vera gestagangur.
Byrjaði um síðustu helgi þegar það kom hópur af fólki í heimsókn, Frakki, Tékki og tveir Japanir. Hörkufjör.
Svo á mánudag mætti vikugesturinn og til þess að sýna smá gestrisni þá vann ég bara fram að hádegi síðustu vikuna og meira að segja ekki neitt á föstudaginn var.... Við leigðum bíl og fórum í göngutúr um fjöllin hér, skoðuðum lítil þorp hér í nágrenninu og enduðum svo í París um helgina.
Mér finnst París frábær borg og þó svo að ég hafi sagt að ég væri ekki til í að búa þar aftur þá held ég að nú sé tími kominn til að skipta um skoðun. Ég væri barasta alveg til í að búa þarna aftur í e-n tíma. Maður er aldrei einn í stórborginni þrátt fyrir að það séu víst þeir staðir þar sem einsemdin getur verið mest hmmm djúp pæling þarna.... Eitt samt slæmt við þennan annars ágæta stað, verðlagið er algjörlega "út úr kú". Kaffibollin þarna kostar 2,40 á meðan hann kostar 1,20 annars staðar í landinu (mjög gróf verðkönnun).
Ég komst sem sé að því að Odeon, St Michel, Notre Dame, Eiffel turninn, Bastillan, Signa, Pantheon, Invalides og Sacré Coeur eru enn á sínum stað þrátt fyrir að það sé búið að breyta nafninu á einni metróstöð. En ég get ekki svarið fyrir það að Sigurboginn sé þar sem hann hefur verið síðustu áratugina þar sem ég kíkti ekki á hann.
Nú tekur við vinna og meiri vinna, kominn tími til að skoða þær niðurstöður sem ég hef verið að sanka að mér síðustu mánuðina. Ég ætla mér stóra hluti næsta mánuðinn og svo hlakka ég til að koma heim og jafvel eyða páskum á Íslandi, langt síðan það hefur gerst (þó líklega ekki meira en 1-2 ár, hvað ætli ég muni hvar er hef verið).