Hér er vindur og 10 stiga hiti. Ég er ekki viss um að það sé eðlilegt fyrir febrúarmánuð í miðju Frakklands en það sjokkerar mig þó ekkert stórkostlega.
Komin heim frá Hollandi en þar var gott að vera og skemmtilegt. Ég sá heilan helling og upplifði fullt af nýjum hlutum. Hafði gott af því.
Fékk illt í hjartað við að rölta um Rauðahverfið. Stelpuangar standandi í búðargluggum eins og hver önnur söluvara og hópur fólks (þar á meðal ég sjálf) sprangandi um fyrir utan að virða fyrir sér varninginn (sumir af mun meiri ákafa en aðrir þó). Eiginlega vona ég að gluggarnir hjá þeim séu þannig að það sjáist inn til þeirra en að þær sjái ekki út, það hlýtur að vera ömurlegt að standa þarna á bás. Ætli þetta sé samt ekki skárra en að hanga úti á e-u götuhorninu króknandi úr kulda og þurfa að heyra ömurlegar athugasemdir þeirra sem ganga hjá og líta hjá niðrandi augnaráði. Hvað verður eiginlega til þess að þessar stelpur láta hafa sig út í þetta?